Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Við reynum að horfa fram á veginn

Um síðustu helgi kom fjölskyldan til baka eftir stutt en frábært frí saman.  Eitthvað sem var nauðsynlegt fyrir alla.  Komast í nýtt umhverfi, ná að ræða vel saman og ekki síst að fá örlitla útrás.

Hefðbundnir skóladagar tóku síðan við hjá Daníel Erni og Eddu Kristínu, en þau eru búin að standa sig eins og hetjur síðustu vikurnar og hafa sýnt hvor öðru sem og okkur foreldrunum mikinn styrk.   Vinnan hjá Agli er með rólegra móti núna og er því heima þessa dagana.  Við höfum því reynt að nota tækifærið og ganga frá ýmsum hlutum sem best er að gera í sameiningu.

Við erum enn að fá póst merktan á Elvu Björgu.  Þó erfitt sé, þá er það auðvitað eitthvað sem verður að teljast á vissan hátt eðlilegt til að mynda reikningar fyrir sjúkrabíla, mjólk og lyf.  Eitthvað sem virðist bara fara seint í gegnum kerfið.  Það var samt gríðalega erfitt að lesa póstinn frá sveitarfélaginu þar sem við áttum að staðfesta hana í leikskóla á árinu, en hér er leikskólaskylda fyrir börn þriggja ára og eldri.

Þó svo það hafi verið búið að taka öll tæki sem fylgdu Elvu Björgu af heimilinu þá átti enn eftir að ganga frá ýmsum hlutum eins og fatnaði og leikföngum.  Í vikunni fannst okkur eins og rétti tíminn væri komin til að ganga í það verk.  Örlitlu af fatnaði og leikföngum ákváðum við að geyma en öðru hefur verið pakkað og verður gefið til líknarmála.  Þá var enn mikið til af slöngum, síum, grisjum, plástrum og fleiru og verður vonandi hægt fyrir barnaspítalann að taka við þessu.


Í dag er einn mánuður síðan Elva Björg kvaddi þennan heim

Í dag er einn mánuður síðan Elva Björg fór frá okkur og verður að segja að þetta er búin að vera mjög erfiður mánuður.

Við vorum auðvitað búin að venjast því að hafa litlu brosmildu stelpuna okkar alltaf heima í stofunni okkar svo núna er stofan búin að vera svolítið tómleg.  Ég (Vala) hef stundum haft erfitt með að sofna og þá hef ég tekið það ráð að sofa bara niðri í stofu enda er ég búin að sofa þar meira og minna síðustu 2 árin. Svo er líka svolítið skrítið hvað eru fáir að koma inn á heimilið.  Maður var vanur því að sjúkraþjáfarar og hjúkrunarfræðingar voru nánast á hverjum degi inni á heimilinu en núna er heldur fátt um heimsóknir.  Líklega eitthvað sem við máttum svo sem búast við.

Bæði minningarathöfnin og útförin voru mjög margmenn fallegar athafnir.  Við verðum að fá að þakka öllum sem hjálpuðu okkur við þessar athafnir.  Sérstaklega viljum við fá að þakka Ellen, KK og Eyþóri fyrir yndislegan tónlistarfluttning og svo má ekki gleyma að þakka öllum sem komu með veitingar. (Það eru nokkrir diskar og kökuílát heima sem einhverjir gleymdu)

 DSC 0002

Við viljum samt segja að við hefðum aldrei í okkar  lífi vilja vera án þessarar lífsreynslu, að eignast hana Elvu Björgu.  Hún kenndi okkur bara svo margt og við fengum þann heiður að annast hana þótt það hafi verið allt of stuttur tími.

Núna ætlum við fjölskyldan aðeins að hreinsa hugann og fara saman á skíði til Austurríkis og leika okkur þar í 1 viku.   Mér var boðin svo gamla vinnan mín og ég byrja að vinna aftur í byrjun maí.  Auðvitað verður það hálf skrítið en eins og Edda Kristín dóttir okkar sagði við okkur um daginn.  Nú verðum við að reyna að læra uppá nýtt að lifa eðlilega daga.


Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband