Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Komin aftur heim af Kannerklinik

Ég kom aftur heim í gær eftir að hafa verið á Kannerklinik í hvíldarinnlögn í rúma viku.  Ég var auðvitað ofboðslega kát að komast aftur heim og er búin að vera ofboðslega glöð og dugleg síðan. 

Ég fékk aftur slæmt fall á laugardagsmorguninn en það á sínar skýringar og því engin ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því á þessari stundu.


Verð á sjúkrahúsinu fram yfir helgi

Ég átti að fara heim af sjúkrahúsinu úr hvíldarinnlögninni í dag.  Ég er búin að eiga mjög góða daga á Kannerklinik en því miður þá fékk ég tvö mjög slæm mettunarföll í morgun.

Ég er núna hin hressasta en samt taldi Dr. Christoph rétt að ég væri hjá þeim yfir helgina.  Einnig vegna þess að það er örlítil blóðmyndun í maga og rétt að klára lyfjagjöfina vegna þess á sjúkrahúsinu.


Aftur á Kannerklinik í hvíldarinnlögn

Eg er búin að vera bara með góðu móti undanfarnar vikur, bara þetta venjulag, sjúga upp úr mér reglulega, með smá hita, prufaði nýja tagund að mjólk og var svoliítið uppþembd af henni svo eg fór bara aftur í gömlu tegundina......

 

Pabbi er búin að vera í burtu í Nigeriu í 2 vikur, svo tók hún Edda systir upp á því að slasa sig aðeins, svo hún er búin að vera á hækjum í 10 daga. (og mamma þarf að þjóna henni með allt).það eru iðnaðarmenn heima að gera upp annað baðherbergið og eg verð svolítið hrædd þegar þeir eru að bora, þá þarf mamma að halda í hendina á mér og hugga mig. Svo mamma var orðin ansi þreitt og bað um hvídarinnlögn fyrir mig. Eg fór síðasta föstudag aftur á Kannaerklinik eg verð sennilega í 4-5 daga, svo mamma nái að hlaða batteríin aftur.

Hún mamma ætlar að halda sína fyrstu einka myndlistarsýningu þann 29 apríl á Arizona Lounge in Contern kl. 18-20. Ykkur er öllum boðið að koma og kíkja. Hún ætlar að gefa ykkur smá synishorn.

Ástarkveðja frá VIP (very important patient)stelpunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Síðustu dagar hafa verið meiriháttar góðir

Vírusinn ef einhver var stóð stutt við og ég náði mér mjög fljótt.  Ég verð bara að segja að ég er búin að vera meirihátta góð og hress síðustu daga og hef jafnvel verið að ná allt upp í klukkutíma án grímunnar.

Það er svo sem nóg að gera hjá okkur öllum í fjölskyldunni.  Mamma er búin að vera mjög dugleg að undirbúa málverkasýninguna sýna sem verður 29. apríl n.k. en pabbi er núna í norður Nígeríu vegna vinnunnar og verður í einhverja daga í viðbót.

Vona að allir hafi getað notið páskahelgarinnar vel.  Kveðja, Elva Björg


Það er eins og vírusinn sé komin aftur !

Eins og allir vita hef ég verið upp á mitt allra besta í nokkrar vikur.  Mettunin góð og púlsinn góður.  Allt í einu byrjaði ég að fá hita og nokkuð háan.  Sigurlaug læknir koma fljótt og gekk úr skugga um að öndunarvegur væri hreinn og gerði áætlun fyrir næstu tvo daga.

Í dag kastaði ég upp þegar ég var í heimahjúkrun og síðan kom gall og blóðleitur vökvi úr sondunni.  Líklega er það vegna þess hve magavegurinn er ofurnæmur og því verður að koma góðri stjórn á næringargjöfina mína næstu sólarhringana.

 

 


Heima er best

Það er hálf skrítið en ég á til að skrifa minna ef allt gengur vel.  Eða er það e.t.v. bara eðlilegt ? 

Ég held áfram að gera mitt besta og síðustu dagar hafa verið eins góðir og vikan á undan.  Hitalaus, góð mettun og ekki of mikil slímmyndun.

Mamma hefur verið á umönnunarlaunum eftir fæðingarorlofið en fyrir mánuði síðan rann út tímabilið sem kerfið gaf okkur og því voru góð ráð dýr.  Sem betur fer hefur verið samþykkt að halda áfram umönnunarlaununum hennar í einhverja mánuði í viðbót og get ég því verið heima áfram því að ef mamma þyrfti að fara aftur á vinnumarkaðinn þá væri fátt annað í stöðunni fyrir mig en að vera á sjúkrahúsinu. 

Heima er best.

 


Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband