29.11.2010 | 17:50
Elva Björg hefði orðið 3 ára í dag 30.nóv.
Í dag hefðir þú litla elskan okkar orðið 3 ára gömul og það er erfitt fyrir okkur að getað ekki kisst þig til hamingju með afmælið , gefið þér einhverjar fallegar gjafir og sjá fallega brosið þitt.
Það eru núna tæpir 11 mánuðir síðan þú kvaddir okkar heim og ert bara ð leika þér með hinum englunum. Eflaust líður þér betur núna. það þýðir samt ekki að við söknum þín einhvað minna.
Það er ansi margt búið að gerast á þessu ári 2010 sem er að líða. Þú kvaddir okkur 9. Janúar og það voru erfiðir mánuðir eftir það. Mamma fór svo aftur í gömlu vinnuna í mars en hætti nýverið vegna komandi fluttninga.
Pabbi hætti á árinu að vinna hjá Smart Lynx flugfélaginu og fór að vinna langt út í heimi hjá Kínversku flugfélagi sem heitir Jade Cargo. Þeir voru svo ánægðir með hann pabba þínn að þeir buðu honum stöðu flugrekstrarstjóra til 3ja ára. Svo núna erum við bara búin að selja fína húsið okkar og ætlum að fara að búa í Shenzhen, Kína, rétt við Hong Kong. Daniel og Edda Kristín fara í International skóla og námið þeirra verður á ensku og einhvað þurfa þau að læra kínversku líka.
Núna erum við komin með íbúð í Shekou, Shenzhen og þurfum að tæma húsið okkur fyrir jól.
Mamma ætlar bara að baka köku í tilefni dagsinns og allir eru velkomnir í kaffi í dag sem vilja minnast elskunnar okkar. Ætli mamma reyni ekki að finna einhversstaðar helium blöðrur, því þær voru eitt af uppáhaldleikföngum þínum.
Ástarkveðja og kossar
Mamma og pabbi
Það eru núna tæpir 11 mánuðir síðan þú kvaddir okkar heim og ert bara ð leika þér með hinum englunum. Eflaust líður þér betur núna. það þýðir samt ekki að við söknum þín einhvað minna.
Það er ansi margt búið að gerast á þessu ári 2010 sem er að líða. Þú kvaddir okkur 9. Janúar og það voru erfiðir mánuðir eftir það. Mamma fór svo aftur í gömlu vinnuna í mars en hætti nýverið vegna komandi fluttninga.
Pabbi hætti á árinu að vinna hjá Smart Lynx flugfélaginu og fór að vinna langt út í heimi hjá Kínversku flugfélagi sem heitir Jade Cargo. Þeir voru svo ánægðir með hann pabba þínn að þeir buðu honum stöðu flugrekstrarstjóra til 3ja ára. Svo núna erum við bara búin að selja fína húsið okkar og ætlum að fara að búa í Shenzhen, Kína, rétt við Hong Kong. Daniel og Edda Kristín fara í International skóla og námið þeirra verður á ensku og einhvað þurfa þau að læra kínversku líka.
Núna erum við komin með íbúð í Shekou, Shenzhen og þurfum að tæma húsið okkur fyrir jól.
Mamma ætlar bara að baka köku í tilefni dagsinns og allir eru velkomnir í kaffi í dag sem vilja minnast elskunnar okkar. Ætli mamma reyni ekki að finna einhversstaðar helium blöðrur, því þær voru eitt af uppáhaldleikföngum þínum.
Ástarkveðja og kossar
Mamma og pabbi
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með stelpuna ykkar, við sendum henni afmælisknús :* Gaman að fá fréttir af ykkur, gangi ykkur vel í flutningunum til Kína, þetta hljómar alveg ótrúlega spennandi. Kærar kveðjur til ykkar allra :)
Elísabet Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 05:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.