Leita í fréttum mbl.is

Elva Björg 5 ára

Núna er aftur komin 30 nóvember. Eg man þann dag árið 2007 eins og hann hefði verið í gær! Daginn Þegar þú komst í heiminn 1 múnútu í 3 eftir hádegi og allt gékk vel. Auðveldasta fæðingin af þeim 2 sem eg hafði upplifað áður. Ég var ný orðin fertug og mér fannst lífið loksins fullkomið....að eignast mitt 3ja heilbrigða barn!

 Við vorum ný komin í okkar einbýlishús í Niederanven og við héldum að núna væri sko gæfan komin til okkar eftir mörg misjöfn ár og óöryggi í vinnumálum o.s.f.v....

Við fegum 2 mánuði sem við fengum að vera í þessari hamingjublöðru.....svo komu leiðindarfréttirnar og niðurstöður úr blóðprufunum.Útkoman var SMA1 og svo vitum við hvað tók við næstu 2 árin! Árin voru ynisleg og einnig erfið enn það lá auðvitað alltaf yfir okkur hvað myndi koma .....þú náðir að vera hjá okkur til jan 2010.

Við erum sko búin að gera ansi mikið síðan 2010, selja húsið í Lux flytja til Kína, vera þar í tæp 2 ár og svo flytja til Islands í júní 2012. Pabbi er reyndar að vinna út í heimi á Maldives eyjum og kemur heim um jólin.

Alltaf þegar nær dregur að afmælisdeginum þínum þá verður mér mikið hugsað til þín, líka af því að eg er líka svo mikil afmæliskona, í tilefni dagsins verða keyptar blöðrur og blóm og svo kíkjum við í kirkjugarðinn.

Mér finnst voða gaman að fylgjast með börnum sem væru á þínum aldri og svo ímynda ég mér stundum hvernig þú værir ef þú værir ennþá hjá okkur, hvað þú værir að bralla. Ég sakna þess oft að geta ekki knúsað þig einu sinni í viðbót. 

Það er svo sem ekki erfitt að ímynda sér það því að þú varst svo lík systir þinni, með nákvæmlega sama  háralitinn og gullfallegt bros. Hún var ansi uppátækjasöm brosmild lítil stúlka og er það enn.Ég vil trúa því að þú sért að skemmta þér með hinum englunum og hafa gaman

.Saknaðakveðja Mamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband