26.4.2008 | 04:45
Guten Tag
Ég var í læknisskoðun í gær. Öndunarvegur og lungu hrein og ég er búin að bæta örlítið við þyngdina. Ég fékk tvær barnasprautur og grét örlítið en hristi það fljótt af mér. Þó má búast við að ég verði eitthvað slöpp og fái einhvern hita í allt að tvo daga á eftir. Sigurlaug fór síðan yfir þau tæki og tól sem okkur hefur verið send og kenndi okkur hvernig hóstavélin virkaði.
Ég held að sumarið sé komið hjá okkur. Það er allavega búist við góðu veðri yfir helgina og gróðurinn í garðinum er komin í fullan blóma. Pabbi vill því að við reynum að sitja eitthvað úti yfir helgina frekar en að hanga inni. Málið er að ég hef ofboðslega gaman að horfa á teiknimyndirnar í sjónvarpinu og með þessu áframhaldi heldur hann að mín fyrstu töluðu orð hljóta að verða á þýsku.
Ég veit að það er frænkukaffi á Íslandi um þessa helgi og bið ég innilega að heilsa öllum.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.