Leita í fréttum mbl.is

Magahnappur og stærðfræði

Við mamma og pabbi áttum fund með skurðlækninum í dag.  Var ákveðið að ég fengi magahnapp í fyrstu vikunni í Ágúst.  Útskýrði hann hvernig aðgerðin færi fram og hvernig hnappurinn mun virka.

Ánægð með litla bangsann minn 

Verður gert lítið gat á magann og settur hnappur á hann sem leiðir beint í maga.  Þetta er svo sem einfaldur hlutur sem liggur utaná maganum sem lítill hnappur og helst inni í maga á örlítilli blöðru.  Mun ég þá fá næringu beint í maga í stað þess að notast við slöngu í gegnum nefið eins og ég hef notað undanfarið.

Þegar hnappurinn verður settur í mig verður magaopið minnkað því að með magahnappinum er hætta á bakflæði og fyrir mig, bakflæði getur leitt til þess að magasýrur renni í lungun mín og hætta er á alvarlegri sýkingu.

Bangsi litli að fá smá koss

Við gerum okkur grein fyrir að aðgerðin er ekki hættulaus og getur verið mér mjög erfið.  Læknirinn telur að ég muni þurfa að vera á gjörgæslu í allt að tvo daga á eftir aðgerðina og verði mér haldið sofandi í einhvern tíma á eftir og vakin mjög hægt.  Auðvitað er mjög mikilvægt að ég sé hress og sterk fyrir aðgerðin og ef ég held áfram að sýna mitt besta eins og undanfarið, þá er ekkert að hafa áhyggjur af.

Edda Kristín að hjálpa mér með morgunmatinn

Veikindi mín hafa auðvitað haft mikil áhrif á heimilislífið og hafa systkini mín sýnt ótrúlega mikinn styrk og stuðning.  Eftir tvær vikur fá þau loksins kærkomið skólafrí og ætla í framhaldinu að fara í frí til Íslands í nokkrar vikur til að hitta ættingja og vini.  Það er gaman að segja frá því að Edda Kristín tók þátt, ásamt nokkrum í bekknum sínum þátt í stærðfræðikeppni Luxembourgar og náðu þau fyrsta sæti í sínum árgangi.  Til hamingju stóra systir !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaer kvedja til ykkar allra fra Kina og til hamingju Edda Kristin!! Flott hja ther.

Egill, sendu mer mail a traustim@hotmail.com , eg er buinn ad tyna ollum kontakt numerunum minum!!

Kaer kvedja, Trausti M og co.

Trausti M (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband