31.7.2008 | 16:39
Komin á gjörgæslu
Síðustu tvo daga hef ég verið mjög slöpp og versnaði mikið í nótt og undir morgun. Ég var komin með mjög þunga öndun og súrefnismettun orðin léleg. Mamma og pabbi fóru með mig beint til Sigurlaugar og þaðan strax yfir á barnaspítalann.
Kom í ljós að ég er með vökva í öðru lunganu og hefur það fallið örlítið. Er ég því komin á gjörgæsludeild og mun vera þar þar til öndunin hefur náð sér upp og lungun hafa hreinsast. Blóðprufan er sem betur fer góð og sýndi enga sýkingu. Samt á að setja mig á sýklalyf til að gera allt sem hægt er til að forðast að vökvinn sýki lungun.
Nú ligg ég fyrir með snúrur og slöngur við mig alla og er ég komin með sérstaka öndunargrímu til að ná lunganu "upp". Mamma ætlar að vera hjá mér í nótt og pabbi ætlar sem að vera hjá mér á morgun. Þannig verður það þar til ég fæ að koma með þeim aftur heim.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi en leiðinlegt að heyra elsku Elva Björg, vona að þú náir þér fljótt. Sendum ykkur öllum baráttukveðjur og hlýja strauma. Við hugsum til ykkar elsku fjölskylda.
Risaknús frá Kvistavöllunum,
Aldís, Halli, Silja, Siggi og Ragnar Emil.
Aldís (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:03
Elsku Elva mín, ég vona að allt gangi vel. Hugsa til ykkar alltaf. Sendi ykkur baráttukveðju. Knús til ykkar allra :*:*
Sigga Kristín (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.