7.8.2008 | 18:19
Fyrstu næringargjafir í gegnum magahnappinn
Dagurinn er búin að vera mjög góður og ég held að ég hafi bara haldið áfram að koma öllum á óvart. Ég svaf vel fyrstu nóttina eftir aðgerðina og síðan hef ég verið að sýna mitt allra besta.
Fyrstu gjafir í gegnum magahnappinn voru í dag. Matseðillinn e.t.v. örlítið sérstakur en ég fékk vökva á tveggja tíma fresti. Fyrst teblöndu, þá aftur teblöndu. Síðan mjólk. Aftur teblöndu og eftir það bara mjólk.
Ég er núna komin yfir á almenna barnadeild og er nú vonast til þess að ég fái að fara heim með mömmu og pabba á morgun. Þetta er búið að vera eitt allsherjar áhyggjustress og foreldrarnir komnir með höfuð langt ofan í herðar. Vonandi geta þau nú náð að slappa aðeins af njóta þess að vera með mér heima við.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
FRÁBÆRT að heyra hvað allt gékk vel. Matseðilinn hjá þér er sýnilega að verða mjög Kínverskur! Þeir drekka endalaust te og fara síðan á kaffihús og fá sér mjólkurblöndu!!!
Knús á mömmu, pabba, Daníel og Eddu
Ást og kossar frá Kínalandinu
Guðný Anna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 07:02
Æðislegt að heyra hvað allt gengur vel, það verður léttir fyrir ykkur öll að komast heim í ykkar eigin rúm ;) Ég get rétt ímyndað mér að það sé ekki mikið eftir á batteríunum eftir þessa törn en það eru klárlega bjartari dagar framundan.
baráttukveðjur frá okkur Davíð
Stína (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.