Leita í fréttum mbl.is

Nú er ég búin að vera á gjörgæslunni í tvær vikur

Þetta gengur allt hægt og stígandi til betri vegar.  Ég er ekki að ná að geta notað grímuna með nokkru móti og því var ákveðið að ég skyldi fá súrefnisrör í gegnum nef til að létta á önduninni.  Þá fékk í í gær lyf sem eiga að minnka slímmyndun og virðist sem það er að virka nokkuð.  Örlítil hliðarverkun er þó, því að slímið virðist verða örlítið þykkara.

Með súrefnisslöngu í nef og lyf í æð á höfði

Næringargjöf í gegnum magahnappi hefur gengið vel og fæ hefðbundna barnamjólk í bland við sérstaka hitaeiningaríka mjólk.   Ég virðist þó fá loft í magann með nýju mjólkinni en auðvelt er að losa mig við það með nýja hnappinum.  Einfaldlega að opna hann.

Þó svo vinstra lungað er alveg komið upp þá er það orðið mjög veikt og sést það vel á því að ég er ekki að ná 100 % mettun.  Það er eitthvað sem við verðum að fylgjast mjög vel með.  Núna á allra næstu dögum verður súrefnisrörið tekið úr mér með reglulegu millibili til að sjá hvernig mér tekst að vera án þess.  Á morgun ætla mamma og pabbi að koma með stólinn góða uppá sjúkrahús til að ég geti setið aðeins frekar en að liggja í rúminu allan daginn.

Hér með Barböru hjúkrunarfræðingi

Nú er ég búin að vera hér á gjörgæsludeildinni í tvær vikur.  Þetta er búin að vera erfiður tími, ekki síst andlega og ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir mömmu og pabba.    Við erum þó öll staðráðin í því að berjast áfram að fullum krafti og að ég nái að komast heim til fjölskyldunnar sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta,

sko ég mæli með HIPP mjólk. Annars hangi ég nú svolítið á brjóstunum hennar mömmu. Ég veit þér finnst það barnalegt, þú varst búin að segja mér það um daginn. En við strákar erum bara svona. Ég vona að þú elskir mig samt eins og ég þig. Kysstu gamla pakkið, þau eru ekkert smá dugleg, já barasta steiktir tengdaforeldrar.

XXX, Björn Hinrik

PS þú ert langlanglanglangsætust

Björn Hinrik (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:45

2 identicon

Stórt, stórt faðmlag utan um þig, mömmu og pabba.

Ást og kossar,

GuA

P.s Til hamingju með daginn í gær Vala! Dagur örfhentra dagurinn okkar.......13.ágúst!!!

Guðný Anna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 02:23

3 identicon

Æi litla mús, hugsum svo mikið til þín.  Vonum að þetta fari að koma hjá þér litla hetja.  Við skiljum svooo vel að mamma og pabbi séu orðin þreytt, líkamlega og andlega.  Ragnar Emil er eitthvað að stríða mér í nótt, kominn með hita og farinn að erfiða aðeins við öndunina.  Oooohhh, ég sem hélt að við værum komin á beinu brautina í bili. 

Sendum ykkur kraft og hlýja strauma og ég veit að þú kemst heim til þín áður en þú veist af.

Risaknús, Aldís og co.

Aldís (mamma Ragnars Emils) (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband