Leita í fréttum mbl.is

Rúsíbanaferðin heldur áfram og virðist bara verða hraðari

Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt.  Þegar ég er búin að vera að sýna mitt allra besta í nokkurn tíma virðist bakslag koma aftur og aftur.  Síðari hluti s.l. viku var mjög góður og helgin enn betri.  Í dag fékk ég síðan aftur snökt fall á mettun og hjartslætti langt niður fyrir lífshættuleg mörk og grípa þurfti inní með tækjum og tólum svo ekki færi illa.  Það undarlega er að stuttu síðar leið mér bara vel og allar tölur gátu sýnt það.

Flottust

Ég er örlítil ráðgáta því að lungun eru vel opin, engin sýking finnst og hjartsláttur góður og súrefnismettun góð.  Því er mjög erfitt að sjá hvað þetta getur verið og ekkert sem sýnir að þetta sé aðvífandi.

Mamma að hreinsa nefið mitt með sogslöngu

Nú er ég búin að vera á stofu 672 á gjörgæsludeildinni í þrjár vikur og mikið gengið á.  Þetta hafa lengstum verið erfiðir dagar en þó má ekki gleyma góðu dögunum sem hafa líka komið.  Þessar vikur hafa sýnt okkur að sjúkdómurinn sem ég er með er mjög erfiður og mjög óútreiknanlegur.  Einmannaleikinn og einangrunin sem við höfum fundið fyrir hefur heldur ekki bætt líðan okkar, ekki síst hjá mömmu og pabba. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Blessað blessað barn.

Bestu bataóskir til þín

Ragnheiður , 18.8.2008 kl. 18:15

2 identicon

Ást, knús og kossar á ykkur öll. Vildi að ég væri hjá ykkur.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 06:33

3 identicon

Bestu kveðjur frá Íslandinu.... Ma og pa skila kveðju.

Laufey Vilhjalms og familia (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:24

4 identicon

Litla elskan, það er gott að þú ert á stað þar sem vel er hugsað um þig! Ég hugsa stöðugt til ykkar og fylgist með, verst að vera ekki nær og geta knúsað ykkur öll.-  En bæði þú og pabbi og mamma eruð ótrúlegar hetjur og standið ykkur rosalega vel í þessum raunum .

hundrað knús og kossar 

Stína (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:07

5 identicon

Elsku litla prinsessa, okkur langaði að senda þér batakveðjur - mikið ertu nú dugleg.  Bestu kveðjur til mömmu og pabba - við hugsum hlýtt til ykkar. 

Kveðja frá Keflavík  -  Ása og Tryggvi Þór

Ása og Tryggvi Þór (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:24

6 identicon

Elsku stelpan, alveg ótrúleg, og þið öll svo dugleg, hélt að næsta heimsókn yrði heima hjá þér en það er samt gott að vera í öruggum höndum þegar erfiðu dagarnir ganga yfir. Kíkjum fljótlega á annann hvorn staðinn.

Knús og kveðjur frá okkur Salóme.

Rúna

Rúna (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:50

7 identicon

Litla snúlla - vonandi fer allt að fara á beinu brautina núna - þið eigið það öll svo skilið. Við gömlu au-pair stelpurnar fylgjumst vel með ykkur.  Stuðningskveðjur, Ingibjörg Sif

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband