29.8.2008 | 09:20
Sama sagan virðist endurtaka sig aftur og aftur
Ég er enn á sjúkrahúsinu og ekki gott að segja hvenær ég get komist heim. Vikan hefur svo sem verið þokkaleg en því miður fékk ég í morgun versta fallið hingað til þar sem öndunarstopp varði lengur en áður. Ég er auðvitað mjög þreytt eftir þetta áfall en er að ná að jafna mig ótrúlega fljótt.
Á eftir fáum við nýtt öndunartæki og nýr nefmaski verður mátaður á mig. Ætlum við síðan að prófa þetta næstu daga á sjúkrahúsinu og ef vel gengur munum við fá að fara heim í framhaldinu. Við erum svo sem hætt að horfa á einhvern ákveðinn dag enda hefur sýnt sig að það er ekki gott að gera. Við tökum bara einn dag fyrir í einu.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og kossar á ykkur. Trausti er á leiðinni til ykkar og við Særún Anna erum appelsínugular afbrigðissemi!
Stórasta faðmlag í heimi!
GuA
Guðný Anna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 10:53
Elsku besta Elva Björg! Hugurinn er mikið hjá þér litla fallega stelpa og vonum að þessi mettunarföll fari að lagast hjá þér. Vonum að nýja vélin þín og nýji maskinn eigi eftir að ganga vel hjá þér.
Risa knús frá Kvistavöllunum til ykkar allra.
Kær kveðja, Aldís og Ragnar Emil.
Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:43
Elsku Krúttið mitt! Hugsa til þín og allra á Rue Felix Worré alltaf... Kossar og Knús til ykkar. Vonandi að nýja vélin og maskinn komi sér vel..
Sigga Kristín X-Pera
Sigga Kristín (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:37
Hugsa til ykkar og fylgist með á hverjum degi. Vonandi fer nú allt að fara upp á við. kv Ágústa
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:08
Kæra fjölskylda. Hugsa til ykkar á hverjum degi. Bið Guð um að senda ykkur styrk þessa erfiðu daga. Vonum að nýi maskinn verði breyting til góðs.
Kær kveðja Soffía úr gamla peru-genginu.
Soffía (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:32
Bestu kveðjur til ykkar - Stórt knús frá okkur
Ása og co. í Keflavík
Ása og Tyggvi Þór (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:16
Stórt knús og þúsund kossar til allra, kveðja Rannveig frænka.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:47
Kæra fölskylda
Hugsum hlýtt til ykkar. Gangi ykkur allt í haginn.
Gunni, Fríða, Gabríel og BumbuBúinn
Gunnar Jóhanns (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.