7.9.2008 | 20:59
Ég er loksins komin aftur heim
Ég vona að þið fyrirgefið hvað langt er síðan ég hef uppfært síðuna en síðustu dagar hafa verið mjög annasamir. Ég vil samt með ánægju segja að ég er loksins komin aftur heim.
Margar vikurnar á sjúkrahúsinu hafa verið erfiðar en eitthvað gerðist síðustu helgi. Mér fór að líða mun betur og sýndi það óspart með mínu fallega brosi. Nýja öndunargræjan virkar mjög vel og næ ég að hvílast mjög vel á henni. Nefmaskinn er þó ekki alveg sá besti því að örlítið loft lekur með honum. Ég á að fá nýjan í vikunni og vonandi verður það til þess að græjan verði fullkominn.
Eitt af vandamálum síðustu mánuði hefur verið að ná að auka við mig eðlilega þyngd. Á sjúkrahúsinu prófaði ég mjólkurtegund sem nýkomin er á markað og fór hún svona rosalega vel í mig. Á þeim rúmlega fimm vikum sem ég var á sjúkrahúsinu náði ég að bæta við mig tæpu kílói og er nú orðin 6,4 kg að þyngd. Nú hefur dæmið á vissan hátt snúist við og verð ég að passa mig mjög vel að þyngjast ekki of mikið og of hratt.
Við erum loksins búin að fá heimahjúkrun fyrir mig og frá og með deginum í dag mun hjúkrunarfræðingur koma til mín á hverjum degi og vera hjá mér eftir þörf.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Vala og fjölskylda,
Þetta eru góðar fréttir, og gott að þið eruð komin heim. Gangi ykkur allt í haginn. Hugsa til ykkar.
Bestu kveðjur frá öllum hér.
Sigurbjörg.
Sigurbjörg Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:59
Frábærar fréttir, til hamingju með að vera komin heim, loksins. Gott að þér líður svona mikið betur.
Flott blaðran þín, þú ert greinilega alsæl með hana.
Knús frá Kvistavöllum, Aldís og Ragnar Emil.
Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:42
Enn frábært að heyra að þú sért komin heim í faðm fjölskyldunnar! Ég skal bara rétt trúa því að þú sért glöð- og allir hinir fjölskyldu meðlimirnir líka :D
Þrefalt húrra fyrir ykkur
Stína og Davíð
Kristín Pálsdórttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:40
Gaman að lesa þessar fréttir! Til hamingju með þennan áfanga! Gott að öll fjölskyldan sé nú saman - njótið þess.
kveðja - Ingibjörg Sif
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:50
Velkomin heim sterka stelpa! Þetta voru sannarlega góðar fréttir. Bestu kveðjur til ykkar allra,
Gurra.
Gurra (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:03
Til hamingju elsku litla snúlla með að vera komin heim. Yndislegt að lesa hvað þú ert búin að vera dugleg og allt farið að ganga betur. Hafið það gott kæra fjölskylda.
Kveðja frá Kefinni
Bryndís Líndal
Bryndís Líndal (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:51
VELKOMIN HEIM !!
Það sést á þér hvað þér líður MIKLU betur litla prinsessa, gaman að sjá fallega brosið þitt aftur. Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá þér/ykkur.
Kveðja Ása og co.
Ása og Tryggvi Þór (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 14:54
Til hamingju með heimkomuna. Frábært að heyra að allt gangi betur og að nú sé öll fjölskyldan saman í Niederanven.
Guðbjörg og Óttar Andri
Guðbjörg Steinarrsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:52
TIl hamingju elsku fjölskylda :*
Alveg yndislegt að þér líður betur og og allt gangi vel :) Stóóórt Knús frá mér til allra.. hugsa til ykkar á hverjum degi :*
Kv.Kristín Ósk frænka
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:51
Hér er ekki harðfenni
sem hjaðnar fyrir sól,
hér er ekki þrekmenni,
hér er hörkutól!
Bestu kveðjur frá Riga, frábært að sjá ykkur öll heima aftur!
Ragnar
Ragnar Olafsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:26
Frábærar fréttir litla hetja! Velkomin heim og til hamingju með þennan áfanga í baráttunni, knús og kossar á alla famelíuna
Kveðja Rannveig frænka.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:30
Elskulega fjölskylda, mikið er gott að litla daman fína er komin heim! Bestu kveðjur til ykkar allra frá Gróu og co
Gróa Guðbjörg Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:37
Til hamingju að vera komin heim. Mikið lítur þú vel út elsku Elva Björg og gaman að sjá þig brosa svona sætt. Gangi ykkur rosalega vel. Stórt knús frá Sibbu og co.
Sigurbjörg Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.