11.9.2008 | 10:29
Fyrstu dagarnir aftur heima
Fyrstu dagarnir eftir að við komum aftur heim hafa verið mjög annasamir og á vissan hátt erfiðir. Það verður að viðurkennast að ég er ekki eins spræk og ég var í upphafi sumars og margt hefur breyst. Því hafa allir þurft að aðlaga sig breytingunum.
Eftir að ég kom heim hef ég verið að fá mun meiri utanaðkomandi aðstoð. Nú kemur hjúkrunarfræðingur og sjúkranuddari til mín á hverjum degi og sjúkraþjálfari þrisvar sinnum í viku. Að auki kemur aðili tvisvar í viku til að aðstoða við almenn heimilisstörf. Því þarf að skipuleggja vikuna mjög vel til að allt gangi upp og einnig verða mamma og pabbi að reyna að nýta tímann þegar hjúkrunarfræðingurinn er hjá mér og sinna systkinum mínum og sjálfum sér.
Þó svo mikið hafi bæst við græjupakka þá vantar enn sjúkrarúm fyrir mig en svo virðist sem biðtími eftir því verði jafnvel einhverjir mánuðir. Ég vil því nota þetta blogg og spyrja alla í Luxembourg hvort þeir sé e.t.v. með barnarúm einhvers staðar sem ég gæti fengið að láni þar til ég fæ sjúkrarúm. Það sem skiptir mestu máli með rúmið er að það sé hægt að hafa rúmdýnuna mjög háa eða í allt að 80 cm hæð.
Síðustu daga hafa margir komið við eða haft samband og er ég óendanlega þakklát fyrir það. Það léttir mikið á annars erfiðum dögum. Þá er Trausti "frændi" frá Kína í Luxembourg þessa vikuna og hefur komið á hverjum degi til að leika og stjana við mig.
Í gær fékk ég líka þessa óvæntu hringingu frá hennar hátign, sjálfri hertogafrú Luxembourgar. Hafði hún frétt af mér og þeim alvarlega sjúkdómi sem ég hef og vildi fá að heyra meira um sjúkdóminn og hvernig allri umönnun væri háttað. Ræddu hún og mamma lengi og vel saman og vildi hertogafrúin fullvissa okkur um að ef hún gæti eitthvað aðstoðað okkur á þessum erfiðu tímum þá ættum við ekki að hika við að hafa samband við hana. Þá vildi hún einnig skoða þann möguleika að geta sýnt stuðning og koma einhvern daginn í heimsókn til mín. Þótti mér ofboðslega vænt um að fá þetta símtal og fá að heyra stuðning frá sjálfri hertogafrú landsins.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl verið þið elskurnar.
Það er frábært að sjá hvað þið fáið mikinn stuðning frá öllum, og hvað þá frá sjálfri hertogafrúnni. Elva er ekkert smá heppin að eiga svona frábæra fjölskyldu og vini. Sakkna ykkar allara :)
Bestu kveðjur af klakanum Helena ósk
Helena ósk X-pera (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:21
En hvað það er nú gott að þið skulið hafa fengið þennann góða stuðning :D Vildi að ég ætti heima í Lúx svo ég gæti komið og knúsað ykkur á hverjum degi! :)
Bið að heilsa öllum og stóóórt knús frá mér :*
Kveðja Kristín frænka
Kristín Ósk (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:03
Skiljanlega fá prinsessur símtöl frá hertogaynjum - en ekki hvað? Gangi ykkur öllum vel áfram. kveðja, Ingibjörg Sif
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 23:49
Jamm, tek undir með síðasta manni,- prinsessur og hertogynjur passa vel saman
Bestu kveðjur til ykkar allra frá klakanum
Stína
Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:57
Mamma thin komin med sjalfa hertogafru Luxuslandsins a speed dial! Ullala, mamma thin hefur alltaf kunnad ad velja retta felagsskapinn og thetta er synilega alvoru fru sem thid hafid tharna i Lux sem ber hertoganafnid med rettu.
Eg vona ad rumid finnist fljott fyrir thig.
Vid maedgurnar vildum ad vid varum hja ykkur.
Ast og kossar a ykkur oll
Gudny Anna (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 04:48
Frábært að heyra að fólk í æðstu stöðum gefi sér tíma til að hringja í þá sem virkilega þurfa á því að halda, spurning hvort Dorrit hringi ekki bara næst ;O) Áframhaldandi stuðningskveðjur.
Soffía (gamla au-pair)
Soffía (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.