27.9.2008 | 15:45
Ný kerra frá pallavinum
Fyrir helgi komu pallavinir enn og aftur færandi hendi og færðu mér nýja kerru að gjöf. Þessi kerra er frábær að því leiti að auðveldlega er hægt er að hækka undir bak og höfuð, nauðsynlegan græjupakka er hægt að koma fyrir undir kerrunni og góðar festingar til að halda vel við mig. Þá er auðvelt að taka burðarrúmið af kerrunni og festa það í bílinn.
Ég er búin að fara í góða göngutúra í nýju kerrunni og nýt þess til hins ýtrasta. Á meðan veður leyfir ætla ég að fara út á hverjum degi enda sjá mamma og pabbi vel hvað mér finnst þetta gaman og hressandi.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ öll. Til hamingju með nýju kerruna!! Það er gott að eiga góða vini. Dásamlegt að geta notið haustveðursins og verið úti saman. Hugsa til ykkar
Kv. Soffía.
Soffía (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 08:58
Sael min kaera.
Gott ad heyra ad thu sert kominn med almennilega kerru, thad jafnast ekkert a vid godann runt um nagrennid!!
Kaer kvedja til Daniels, Eddu, mommu og pabba,
Trausti M & Co.
Trausti M (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:52
Æææ hvað er gott að sjá að allt gengur vel- og þú átt ekkert smá góða vini !!! Það er náttúrlega best í heimi að geta verið úti á góðum degi :D
Bestu kveðjur- og afmæliskveðjur til stóra bróður ;)
Stína vinkona
Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:29
Bara að segja "góða nótt sætust"
Ást og kossar
GuA
Guðný Anna (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:15
Æji hvað það er flott að heyra að allt sé að fara í réttu áttina núna, og hvað þú ert heppin að eiga svona góða að..
Kíkti við og ákvað að kvitta fyrir mig:)
María Dröfn.. (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 18:09
Gott að eiga góða að og svona ótrúlega duglega foreldra. dáist að ykkur.
kveðja,
Skúli
Skúli Skúla (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.