7.10.2008 | 07:35
Flensupest
Í gær fór ég með mömmu og pabba uppá sjúkrahús til að máta nýja öndunarmaskann fyrir svefnvélina mína. Því miður var hann alls ekki nógu góður. Hann virkaði vel í byrjun en eftir smá tíma kom í ljós að útöndunin varð óhreinni með hverri mínútunni. Það hljómar e.t.v. skrítið en maskinn virðist vera of þéttur fyrir vélina sem ég er með því að hún er með örlítið "dautt svæði" í slöngunni og því var ég að draga að mér að hluta til sama loftið og ég andaði frá mér. Maskinn sem fylgdi vélinni lekur örlítið í augun en er samt sá besti sem ég get fengið í augnablikinu.
Síðustu daga er ég búin að vera með hita og þar sem ég var á sjúkrahúsinu þá var ákveðið að skoða mig hátt og lágt, taka blóðprufu og lungnamynd. Ekkert fannst sem gat útskýrt þennan hita og þar til annað kemur í ljós þá verðum við að trúa að þetta sé, eins og sagt er í Söngvaborginni minni, einhver "flesupest". Eldri systkini mín hafa líka verið með einhverja flensupest síðustu daga.
Þegar við vorum komin inn á sjúkrahúsið í gær varð ég strax hálf stressuð og undrandi. Við vorum þar í næstum fjóra tíma og á tímabili nokkur bið. Því var eðlilegt að ég gæti sofnað þarna á rúminu en það ætlaði ég ekki að gera. Hélt mér vakandi allan tímann þó svo ég væri orðin örþreytt á tímabili því að ég ætlaði ekki að sofa þarna. Ég ætlaði að sofa heima. Þegar ég var komin út úr sjúkrahúsinu liðu ekki nema nokkrar mínútur þar til ég var komin í fastasvefn. Heima er alltaf best.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.