7.10.2008 | 09:01
Styrktarreikningur pallavina
Eins og allir vita hafa pallavinir verið ótrúlega hjálpsamir við að aðstoða okkur í þessum miklu erfiðleikum sem hafa fylgt veikindum mínum. Strax í upphafi tóku þeir sig saman og útbjuggu pall við húsið okkar til að ég geti auðveldlega farið úr stofunni og út í garð þegar vel viðrar. Þá komu þeir einnig færandi hendi með nýja kerru handa mér.
Eins og gefur að skilja þá hafa veikindi mín leitt til mikils kostnaðar og vinnutaps fyrir foreldra mína. Læknis og sjúkrahúskostnaður sem og tækja og efniskaup hafa oft á tíðum verið mikil og oft ber sjúkrasamlagið einungis hluta kostnaðar eða jafnvel engan hlut í honum.
Pallavinir hafa ákveðið að koma af stað styrktarreikningi fyrir Elvu Björgu og mun sjóðurinn af besta megni aðstoða við kaup á þeim tækjum og öðrum nauðsynjum sem ég lífsnauðsynlega þarf, t.d. undramjólk, sogslöngum osfrv. Fyrir mína hönd mun amma Edda yfirsjá minn kostnað og sjá um samskipti við pallavini í þessum efnum.
Styrktarreikningur pallavina:
Land | Númer | Kennitala | Nafn |
Luxembourg | LU39 0030 5340 4709 2000 | NA | Kristjansson, Einar |
Ísland | 515-14-613717 | 021067 - 3429 | Katrín Ásgr. / Elva Björg |
Frekari upplýsingar um styrktarreikning pallavina gefa neðangreindir:
Nafn | Sími ( +352 ) | Netfang |
Olla Dís Þórðardóttir | 621 228 636 | olladis@t-online.de |
Bryndís Kristjánsdóttir | 621 266 795 | bryndisbk@yahoo.com |
Matthildur Kristjánsdóttir | 621 142 060 | matthildur@reynisson.com |
Ingvi K. Guttormsson | 621 295 185 | ikg@pt.lu |
Katrín Ásgrímsdóttir | 621 217 099 | ekrkaja@pt.lu |
Ég veit að lagið hér að neðan er að finna annars staðar á blogginu mínu en ég held að það eigi mjög vel við að setja það hér því að mér finnst lagið frábært og textinn er minn uppáhalds.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku litla vinkona. Ég er búinn að gera margar tilraunir við að reyna að hlusta á þetta flotta lag og texta en netsambandið hér í Alþýðulýðveldinu er svo slæmt að það gengur ekki. Eiga mamma og pabbi ekki textann til að setja inn á síðuna????
Ást og kossar
Guðný Anna (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:50
Að ósk "frænku" í Kína, þá er textinn hér að neðan.
Gott er að gefa (Lag og texti Rúnar Júlíusson)
Trúarofsæki truflar mig
Í trú minni og von á þig
Í takt og taumleysi vonin dvín
hentar illa eins og glatað vín
Hóflega trúað á heilaga sýn
Heilbrigð von,von þín skín
Vertu Guð faðir verndari minn
Við hliðið sem leiðir inn
Gott er að gefa
Gott er að þiggja
Sælt er að vefa
Sælt er að byggja
Gott er sá
Gott er að fá
Sælir í anda
Sælir eru þeir sem trúnni blanda
Heiðskírt er hófið mitt
Heilt í gegnum lífið þitt
Vertu Guð faðir vonin mín
Verndaðu mína lífsins sýn
Haltu utan um heiminn minn
Hann er bæði út og inn
Vertu Guð faðir valið mitt
Viss um trú á vægið þitt
Gott er að gefa
Gott er að þiggja
Sælt er að vefa
Sælt er að byggja
Gott er að sá
Gott er að fá
Sælir í anda
Sælir eru þeir sem trúnni blanda
Trúarofsæki truflar mig
Í trú minni og von á þig
Í takt og taumleysi vonin dvín, hentar illa eins og glatað vín
Gott er að gefa
Gott er að þiggja
Sælt er að vefaSælt er að byggja
Gott er að sá
Gott er að fá
Sælir í anda
Sælir eru þeir sem trúnni blanda
Egill f.h. Elvu Bjargar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.