Leita í fréttum mbl.is

Það er fátt skemmtilegra en að fara út annað slagið

Síðasta sunnudag var rosalega mikið að gera hjá mér.  Ég byrjaði á því að fara í afmæli til Björns Hinriks og þaðan fór í í síðbúin hádegismat hjá vinarfólki okkar í hverfinu.  Dagurinn var frábær en ég verð að viðurkenna að ég var orðin ofboðslega þreytt í lok dagsins.  Sofnaði rétt um sex og vaknaði ekki fyrr en morguninn eftir.

Líklega hefur þetta verið í meira lagi fyrir mig yfir einn dag en ég hafði mjög gaman af þessu öllu.  Mamma og pabbi voru auðvitað hálf hikandi með að setja mér svona langan dag en töldu að allir hefðu gott af því að gera okkur dagamun.  Tóku þau með allar nauðsynlegar græjur fyrir mig svo ef að ég færi eitthvað að erfiða, þá væru tæki og tól við höndina.

Í fanginu á Eddu systir 

Við erum auðvitað að átta okkur meira og meira á því að það er hægt að fara meira út en við höfum verið að gera.  Oft á tíðum er ég alls ekki í stuði að fara neitt og verður að taka tillit til þess.  Þegar ég er hins vegar í góðu formi, þá verða mamma og pabbi ekki að hika við að fara aðeins úr húsi með mig.  Mér finnst fátt skemmtilegra.....nema e.t.v. þegar stóra systir er að leika við mig því henni tekst alltaf að framkalla bros frá mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að þú ert farin að fara á stjá, alltaf gaman að fara í annað umhverfi.  Bestu kveðjur til mömmu þinnar og pabba.

Ása og Tryggvi Þór

Ása og Tryggvi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:34

2 identicon

Sæl mín kæra.
Það er alltaf gott að komast út í skemmtilegu veðri, svo hafa mamma og pabbi bara líka gott af því.
Ég kíki sennilega í kaffi 8. eða 9. nóv.  Hlakka til að hitta ykkur.

Kær kveðja frá Shenzhen,
Trausti M.

Trausti Magnusson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:00

3 identicon

Gott að þú kemst aðeins út sæta skvísa og frábært að þér líður betur.  Vala, þú ert meira en velkomin í heimsókn, það verður gaman að fá þig.  Hringdu bara í okkur og við finnum okkur tíma. 

Risaknús af klakanum,

Aldís og Ragnar Emil.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:35

4 identicon

Gaman að heyra að þú hafir hafir komist "á rúntinn" og í afmæli! Nú fer að líða að því að við eigum afmæli - þú 1 árs og ég nokkrum árum eldri!

Sé að Trausti var að boða sig í heimsókn til þín....afbrýðisemi-stuðulinn hjá mér er svo lár hjá mér vegna þessara heimsókna hans til þín því.....eins og börnin segja "Mig langar líka"

En þrátt fyrir að ég geti ekki komið er hugur minn hjá ykkur - alltaf.

Ást og kossar

Guðný Anna (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 02:35

5 identicon

Kæra fjölskylda vildi senda á ykkur kveðjur frá okkur hér í Grindavík.  Hafið það gott og stórt knús :=)

Sigrún frænka í Grindavík (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband