Leita í fréttum mbl.is

Það getur verið erfitt að sætta sig við að góðu stundirnar eru einungis hluti af degi

Það hefur svo sem ekki verið mikil breyting hjá mér síðustu daga.  Ég á ennþá til með að falla í mettun þegar BiPAP maskinn er tekin af mér og enn höfum við ekki áttað okkur á hvers vegna.  Vinstra lungað helst núna opið en svo virðist sem ég á til að missa kraftinn annað slagið.  Þá á ég líka til með að vera hin hressasta og er sátt við að maskinn sé tekinn af mér.

Maskinn er auðvitað aldrei tekinn af mér nema mettun og púls er í lagi en samt getur verið erfitt að átta sig á hvað getur gerst.  Því þurfa mamma og pabbi að vera klár að allar auka græjur eru við höndina svo hægt sé að bregðast við ef mettun fellur.

Satt best að segja þá get ég ekki sagt hvort mettunarfallið er vegna þess að ég er að missa kraft tímabundið eða ekki.   Veit það bara ekki.  Ég hef samt sýnt áður að ég hef getað komist yfir erfiðari hindrun en þessa og það ætla ég að gera líka núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórt faðmlag á ykkur öll.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 08:18

2 identicon

Við Páll hugsum stöðugt til ykkar allra.

Elsku litla Elva Björg eigðu góðan dag og Guð geymi þig.

Megið þið eiga Gleðileg jól án mikilla erfiðleika.

Kærar kveðjur.

Magga og Palli.

Margrét Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:59

3 identicon

Ég er búin að vera að lesa ýmsar færslur hér og tárin hrynja niður kinnarnar. Óskaplega getur lífið verið erfitt og óréttlátt. Ég hugsa til ykkar(þekki ykkur ekki) og vona að allt fari vel og að litla daman nái bata. Ég á sjálf 4.börn og sú yngsta er jafngömul Elvu Björg,fædd 5.des. Sjálf þekki ég svona erfið veikindi,bróðir minn var með hvítblæði og er ég meira og minna alin upp á spítala eða með lækna heima í stofu.

Hafið það sem allra best um jólin og Guð gefi ykkur styrk og litlu skvísunni ykkar fulla heilsu á ný.

Kveðja: Hildur Hallvarðs

Hildur Hallvarðs (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband