Leita í fréttum mbl.is

Með öndunartæki á Jólaballi

Ég er því miður orðin mjög háð öndunarhjálp og hef þurft að vera mikið á grímunni en hef þó náð nokkrum tímabilum þar sem ég hef getað verið án hennar. 

Ég reyndi þó að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á jólahaldið hjá mér.  Þó hafa komið upp erfiðleikar og til að mynda var jólabaðið mitt mjög erfitt og þurfti ég aðstoð bæði mömmu og pabba svo og Daníels bróðir til að geta klárað baðið án mikilla erfiðleika.

Ég fékk ótrúlega mikið af kveðjum og gjöfum.   Föt, kerti, bangsa með ljósum og kisu sem mjálmar.  Þá gáfu mamma og pabbi mér stóran vönd af blöðrum því að ég á svo auðvelt með að leika mér með helíum blöðrur.  Get togað þær til mín og hrist þær.

Með blöðrurnar mínar allt í kring

Á annan dag jóla tók ég mig til og fór á jólaball með fjölskyldunni.  Auðvitað ekki auðveld ákvörðun en okkur fannst við verða að reyna að fara.  Ég skemmti mér frábærlega.  Hitti Jólasveina og hlustaði á jólatónlist flutta af hljómsveitinni hans Hemma frænda.

Með jólasveinunum á Jólaballi Íslendingafélagsins í LUX

PS. vonandi næ ég að setja inn myndir frá jólunum bráðlega en pabbi finnur ekki snúruna fyrir myndavélina og hefur ekki getað sett myndir inn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Elva Björg og fjölskylda,

Kærar jólakveðjur frá Wagrain,

Það biðja allir að heilsa,

Björn Hinrik og co

Björn Hinrik (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 11:14

2 identicon

Hæ ljúfust og gleðilegt árið til ykkar allra.

Við erum komin heim aftur, flúðum rigningu og dumbung á Hainan og ákváðum að fara heim! Gátum ekkert kíkt á þig á rigningaeyjunni en bíðum nú spennt eftir myndum af jólunum þínum.

Jólamaturinn sem mamma þín fann í frystinum rann ljúflega niður og gerumst við nú bara feitari!

Ást og kossar á ykkur öll.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:54

3 identicon

Elsku fjölskylda

Ég ósk ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Planið er svo að kíkja til lúx á árinu 2009 og fá loksinns að hitt lítlu prinsessuna.

nýjárskveðjur

Helena ósk

Helena Ósk X -pera (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband