17.1.2009 | 09:13
Ég á þetta sjónvarp !
Ég er búin að vera að fá örlítil föll síðustu daga en blessunarlega hefur verið hægt að hreinsa öndunarveginn fljótt og vel. Þess á milli hafa tímarnir bara verið nokkuð góðir og notalegir.
Það kom tillaga frá heimahjúkruninni að við fengjum öryggishnapp til að hafa heima og verður hann vonandi settur upp í dag. Við verðum að vera raunsæ og hnappurinn ætti að gefa okkur aukna öryggistilfinningu.
Þar sem ég er algjörlega rúmliggjandi þá er mín besta skemmtun að horfa á uppáhalds barnaefnið mitt í sjónvarpinu. Það svo sem heyrist ekki mikið í mér að jafnaði en ef aðrir á heimilinu eiga til að setja sjónvarpið á t.d. útþynnta unglingaþætti eða fréttir þá læt ég í mér heyra og á til að kvarta hástöfum. "Ég á þetta sjónvarp" og allir fjölskyldumeðlimir vita það núna enda hætti ég ekki að kvarta fyrr en búið er að setja á efni sem mér finnst skemmtilegt.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
LOL... mikið skil ég þig vel, enda er sjónvarpið í "þínu herbergi" ;D Þú heldur áfram a standa þig vel stelpa,- eins og fjölskyldan þín öll !
Kveðjur frá ævintýraeyjunni
Stína (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:46
He he gott að hafa sterkar skoðanir á hlutunum :)
Við erum komin með svona öryggishnapp og veitir hann mikið öryggi. Sérstaklega þegar ég er ein með Ragnar Emil, í erfiðum aðstæðum er ekki hlaupið að því að fara í símann og hringja á sjúkrabíl.
Knús frá Kvistavöllunum, Aldís og co.
Aldís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:34
Haaaaaaaaa já sýndu þeim nú hver ræður!
Ást og kossar,
GuA
Guðný Anna (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:45
hehe ég kannast vel við þetta sjónvarpsgláp Þórhildur er með lítinn ferða DVD í sínu rúmi, hún lætur sko alveg heira í sér þegar myndin stoppar haha
Steinunn Björg (mamma Þórhildar) (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.