19.1.2009 | 21:34
Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig
Í morgun fengum við neyðarhnappinn og finnum við ákveðið öryggi að hafa hann hjá okkur. Vonandi verður þó langt í að við þurfum að nota hann.
Undanfarið hefur verið mikið slím í öndunarveginum og slímtappar hafa verið að myndast í hálsinum. Því hefur þurft að hafa enn meiri andvara á og bregðast fljótt og vel við ef ég sýni merki þess að finna fyrir ónotum.
Ætlunin var að ég færi á sjúkrahúsið í dag og mamma og pabbi ætluðu að skreppa saman í stutta hvíldarferð til útlanda. Því miður þá voru aðstæður á sjúkrahúsinu þannig að ekki var hægt að taka við mér í dag og líklega ekki á morgun heldur. Því hefur þessu verið slegið á frest og ætlum við að sjá næstu daga hvernig aðstæður verða og hvenær af þessu geti orðið. Ég verð að segja að e.t.v. hef ég bara verið nokkuð sátt við að þetta færi svona því að ég er búin að vera glaðari í dag en oft áður .
Ég veit að umönnun mín er ekki alltaf dans á rósum og getur tekið á. Því vil ég minna á að við gætum ekki gert þetta nema með þeirri utanaðkomandi hjálp og þeim mikla styrk sem fólk er að gefa okkur á hverjum degi. Fyrir það erum við mjög þakklát.
Ég vil líka nota tækifærið og þakka öllum þeim listamönnum sem hafa gefið mér góðfúslegt leyfi að ég setji tónlist þeirra á heimasíðuna mína.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl frænka...sé að það eru 30 búnir að heimsækja þig í dag..lítið kvittað....svo ég ákvað að kvitta fyrir mig...kíkti líka aðeins við í gærkvöld, þegar ég var búin að spjalla við pabba smá...bestu kveðjur til mömmu og systkinanna yndislegust....
Erla Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:52
Sæl skvísa;) Vonandi fer þetta slím nú að losna;) En alltaf jafn gaman að kíkja við á þig;) og sérstaklega gaman að heyra lögin þín;) Þú ert fallegur gullmoli;) Kveðja Vilborg
Vilborg Jónsdóttir ( Söllu dóttir) (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 10:21
Æ hvað það er gott að heyra að það séu góðir dagar hjá þér ljúfan,- varðandi sjúkrahúsvistina þá trúi ég ekki á tilviljanir... en það er gott að vita af þessu góða öryggisneti sem er í kringum þig. Kveðjur úr vetrarríkinu á Ísalandinu góða ;)
Stína (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:31
Sæl öll. Alltaf gott að heyra þegar koma góðir dagar, gott að þið getið notið þeirra saman. Það er dýrmætt að finna stuðning í svona aðstæðum og öruggt mál að margir eru með hugann hjá ykkur. Þið eruð í mínum bænum.
Kær kveðja, Soffía "gamla au-pair gella"
Soffía (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:43
Sæl kæra fjölskylda
Ég fylgist alltaf með ykkur vildi kvitta og segja þið standið ykkur vel ég veit að þetta tekur rosalega á. Vonandi fáið þið bráðum smá hvíld. kv Ágústa mamma Ásgeirs
Ágústa mamma Ásgeirs (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:21
Sæl mín kæra.
Kær kveðja til ykkar allra fá Kína.
Trausti M & Co.
Trausti M. (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.