25.1.2009 | 16:56
Ég er kvikmyndarstjarna
Það er búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér í gær og í dag og verður svo næstu tvo daga.
Í gær fór ég í afmæli til ömmu Eddu og hafði rosalega gaman af því. Allt gekk vel og ég stóð mig eins og hetja.
Birgitta frænka er í kvikmyndaháskóla í Prag og spurði hvort möguleiki væri á því að hún gerði heimildarmynd um mig og minn sjúkdóm sem lokaverkefni sitt. Auðvitað er það sjálfsagt og því er ég búin að vera með upptökufólk hjá mér í gær og í dag og verður svo einnig næstu tvo daga.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst allt þetta umstang í kringum mig bara vera dálítið skemmtilegt og nýt þess mikið.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki leiðinlegt að vera í sviðsljósinu og hugsa ég að þú fílir það sko í botn!
Bestu kveðjur til allra, kveðja Rannveig.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:00
Jahérna, það eru aldeilis ævintýri að gerast hjá þér - ég trúi því bara varla að hún Birgitta litla sé farin að gera heimildarmyndir !! En það verður spennandi að fá kanski að sjá árangurinn einhverntíman ;D
Bestu kveðjur til allra og afmæliskveðjur til ömmu Eddu :)
Stína
Stína (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:06
Góðan daginn yndislegust...það er nú aldeilis fjör hjá þér þessa dagana...Guð og allir englarnir varðveiti þig...knús á línuna...bestu kveðjur Erla frænka
Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:21
Sæl kvikmyndastjarnan þín;) Vonandi getur maður svo séð myndina þína seinna meir;) Haltu áfram að vera svona dugleg;)
Vilborg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:14
Nei, nú er orðið allt of langt síðan ég hef kvittað fyrir innlitið! Og þetta er nú tilefni til þess - Mynd í smíðum! Prinsessur sem eru vanar að hafa athygli allra kippa sér varla upp við svona umstang, njóta þess bara. Vonandi verður hægt að sjá afraksturinn seinna. Bestu kveðjur til ykkar allra - ég hugsa oft til ykkar.
Ingibjörg Sif
Ingibjörg Sif Fjeldsted (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.