28.1.2009 | 18:57
Verst er að geta ekki verið meira án öndunarhjálpar
Við erum að reyna að gera dagana mína eins góða og hægt er. Þó svo ég sé orðin nær algjörlega háð öndunarhjálp, þá getur gríman samt verið tekin af mér annað slagið. Stundum aðeins í nokkrar mínútur en svo geta líka komið tímabil þar sem ég treysti mér að vera án grímunnar í lengri tíma. Ef gríman er tekin af mér verður þó mamma eða pabbi að vera hjá mér til að setja grímuna á mig ef ég kalla eftir henni.
Ég er auðvitað meira og minna í rúminu mínu í stofunni en þó ver ég stundum í stól og ég verð að viðurkenna að mér finnst það rosalega gaman enda fæ ég aðra sýn á umhverfið mitt. Þegar ég er í stólnum verð ég þó alltaf að vera með öndunarhjálp því að líkaminn er orðin svo linur að ég á erfitt með öndun annars.
Síðustu þrjá daga hefur kvikmyndafólkið verið hjá okkur og höfum við haft mjög gaman af. Frá snemma að morgni fram á kvöld er búið að vera að mynda okkar daglega líf. Þá voru tekin viðtöl við systkini mín og foreldra sem og lækna og sjúkraliða.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er nú á þig lagt yndislegust...gaman fyrir þig að hafa haft allt þetta fólk og umstang í kring um þig...Guð gefi þér góða nótt...kveðja Erla frænka.
Erla Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.