Leita í fréttum mbl.is

Dagarnir geta verið sveiflukendir

Í morgun vaknaði ég snemma og var bara óvenju hress.  Eftir að pabbi hafði hreinsað öndunarveginn eftir nóttina lá ég bara sátt og horfði á mitt morgunsjónvarp.  Rétt fyrir hádegi kom Diddi og gerði með mér mitt vanalega sjúkranudd og náði hann enn frekar að losa óhreinindi úr öndunarveginum.

Í stólnum með grímuna

Sjúkraþjálfunin fór síðan fram og er gaman að segja frá því að ég gat verið án öndunarhjálpar að miklum hluta í morgun og það er langt síðan ég hef getað gert sjúkraþjálfunina án þess að vera með öndunarhjálp.  Stóð mig bara eins og hetja.

Gaman að leika við stóru systir

Eftir hádegi fengum við heimahjúkrun og gátu mamma og pabbi því farið örlítið úr húsi.  Stuttu eftir að þau komu heim byrjaði ég að sýna vott um öndunarerfiðleika og komin með vægan hita.  Aukin kraftur í öndunarhjálpinni breytti engu og féll mettun og púls hækkaði mikið.  Við tók rúmlega klukkutími þar sem þau reyndu að hreinsa öndunarveginn eins og þau gátu til að ég gæti náð og haldið góðri mettun.  Í framhaldinu kastaði ég upp en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður.  Sem betur fer fór ég fljótt að jafna mig og er núna bara hin þokkalegasta.  Komin með góða mettun og góðan púls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öllsömul!

Þú hefur greinilega losað þig við eitthvað þegar þú kastaðir upp og gott að þér leið betur.Við viljum skila kveðju til ykkar allra og fylgjumst með daglega.Kveðja frá Höllu fænku og fjölskyldu.

Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:17

2 identicon

Ást og kossar frá Íslandi.

GuA

Gudny Anna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:41

3 identicon

Langaði bara að setja inn kveðju frá mér!

Knús í kaf, kveðja Rannveig.

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband