Leita í fréttum mbl.is

Heilsu minni hefur hrakað mikið undanfarið

Síðustu þrír sólarhringar hafa verið nokkuð erfiðir hjá mér.  Ég er með einhverja flensu sem og margir aðrir en því miður er krafturinn minn ekki mikill fyrir, svo að þetta er að leggjast nokkuð þungt á mig.  Ég er ekki að ná að sofa vel og er full af slími.

 Forvitnilegt að sjá annað sjónarhorn

Mettunin er að haldast þokkaleg þegar öndunarhjálpin er sett á hærri þrýsting og öndunarveginum er haldið hreinum.  Þegar minni kraftur er settur á tækið fer ég strax að erfiða og kalla á aðstoð.  Ég verð að vera raunsæ og viðurkenna að heilsu minni hefur hrakað mikið undanfarið, sérstaklega síðustu vikurnar.  Krafturinn er bara ekki sá sami.

Gott að komast í stólinn annað slagið

Síðustu sólarhringar hafa sýnt að það reynir mikið á mömmu og pabba og þegar ég er ekki að ná nætursvefninum og er að fá mettunarfall oft á sólarhring, þá verða allir fljótt þreyttir.  Dagarnir eru bara ekki alveg að ganga upp.  Við höfum því ákveðið að þrýsta enn frekar á læknana mína að ég fái að fara inn sjúkrahúsið strax á mánudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku litla Elva Björg. 

Nótt er komin, nú er ég inni, nærri vertu Jesú mér, frelsaðu bæði sál og sinni, svæfðu mig í kjöltu þér.

Guð og allir englarnir veri með þér yndislegust, knús til allra.

Erla frænka.

Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:29

2 identicon

Hæ hæ, ekki gaman að heyra að þú sért með eitthverja leiðinda flensupest.  Vona að þú farir að hrista þetta af þér litla ljós.  Við vorum á mjög góðum fundi með Dr. Bach í dag, mæli með að þið komið ykkur í samband við hann, frábær læknir með mjög mikla reynslu af SMA-1 börnum.  Hann talaði til dæmis um stillingar á Bi-Pab, það eru allt of margir sem hafa stillingarnar of lágar, það er í raun ekki mikil hjálp.  Hærri stillingar eru betri og hvíla þessi grey mun betur, ekkert slæmt við það. 

Sendum ykkur baráttukveðjur og hikið ekki við að hafa samband.

Knús, Aldís og co.

Aldís (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband