18.2.2009 | 20:44
Ég elska að fá örlítið nammi
Þar sem ég fæ alla næringu í gegnum magahnappinn minn þá hef ég ekki fengið að bragða mikið síðustu mánuði. Ég hef þó fengið að smakka nammi annað slagið en vandamálið er að ég get ekki sleikt eða sogið og því hefur ekki verið auðvelt að leyfa mér að prófa að bragða á einhverju.
Um daginn kom stóra systir heim með lítinn brúsa með sælgætis-sprayi og vildi endilega fá að sjá hvort að mér þætti það gott. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það frábært. Núna fæ ég annað slagið örlítið sælgæti með kóla eða jarðaberja bragði og ljóma ég hreinlega upp um leið og ég veit að ég er að fá smá nammi.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mmmmmm... við fáum alveg vatn í munninn. Æðislegt að þú getur notið eitthvers smá. Ragnar Emil hefur aðeins fengið að smakka bragð og finnst það alveg ágætt, verður reyndar svolítið skrítinn á svipinn og svo kemur glott, hehe, yrði gaman að prófa svona sprey fyrir hann :)
Knús á ykkur öll í Lux,
Aldís og Ragnar Emil.
Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:05
Mikið áttu nú sniðuga systur að fatta þettaþað er nauðsynlegt að fá smá nömm!
Við hugsum til ykkar héðan frá Kínalandinu.
Ást og kossar,
GuA
Guðný Anna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 07:40
Já hún er flott hún systir þín og njóttu þess að fá að smakka.Hugur okkar er hjá ykkur alla daga.Kærar kveðjur til ykkar frá Höllu frænku og fjölskyldu.
Rannveig Böðvatsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.