Leita í fréttum mbl.is

Komin enn og aftur á gjörgæsludeildina

Þegar líða fór á morguninn fór líðan mín að versna enn frekar.  Var með háan púls og mettunin var bara rétt að hanga yfir hættumörkum, þó svo að ég væri á grímunni.  Pabbi og Eiríkur frændi reyndu allt sem þeir gátu að ná mettuninni upp en ekkert virtist ganga.  Þá var líka byrjað að myndast örlítil blóðmyndun með vökvanum sem kom úr magasondunni.

Læknir og sjúkrabíll mættir heim

Rétt fyrir níu í morgun var ekki annað í stöðunni en að ýta á hnappinn og biðja um neyðarbíl og lækni og í framhaldinu var ég flutt með hraði á sjúkrahúsið.  Ég er því enn og aftur komin á Kanner Klinik.

Tilbúin að fara í sjúkrabílinn

Lungnamyndir og útöndunarmælingar eru góðar og líðan mín í kvöld er mun betri.  Það hefur þó komið í ljós að ég er með slæman magavírus og verður að vinna á honum fljótt og vel.  Ég er núna með næringu í æð, líður þokkalega vel og vonandi verður hægt að koma á næringargjöf í gegnum magahnappinn fljótlega aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku, elsku stelpan mín. Vona að þér sé farið að líða betur og hægt verði að koma þessum ljóta vírus í burt! Stórt knús á þig, mömmu, pabba, Eddu, Daníel og Eirík frænda.

Þið eruð í huga okkar alltaf.

Luv GuA

Guðný Anna (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:40

2 identicon

Langaði bara að kasta á þig baráttukveðjum ;) Vonandi lagast þetta sem allra fyrst;)

Kveðjur úr Njarðvíkinni Vilborg Jónsdóttir 

Vilborg Jóns (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 04:05

3 identicon

Mikið er leiðinlegt að heyra svona fréttir.  En þú ert greinilega í góðum höndum alla daga og nætur. 

Vertu sterk

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:58

4 identicon

Elsku litla sæta mús, hugur okkar er hjá ykkur og vonum við að þú náir þér sem fyrst.

Risa knús og fullt af kossum frá fjölskyldunni á Kvistavöllum

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband