27.2.2009 | 22:01
Ferðaðist um í sjúkrabílum í dag
Það fór ekki svo að dagurinn yrði án vandamála. Rétt fyrir hádegi hætti magahnappurinn að virka og því var ekki hægt að koma í mig næringu. Pabbi reyndi allt sem hann gat til að reyna að fá hann til að virka en ekkert gekk. Hjúkrunarfræðingurinn sem kom til mín í dag gat ekki heldur reddað hnappnum og því var ekkert annað að gera en að fara niður á sjúkrahús og fá nýja hnapp.
Að skipta um hnapp er í flestum tilfellum minniháttar aðgerð en þar sem ég hafði verið með magavírusinn fyrr í vikunni þótti ráðlegt að hafa allan varann á og gera þetta undir ströngu eftirliti. Ég fór því fram og til baka á sjúkrahúsið í dag í sjúkrabílum, aðeins til að setja nýjan hnapp í mig sem tók örfáar mínútur.
Eigum við ekki að vona að nú sé komið nóg af heimsóknum mínum á sjúkrahúsið í bili.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló kæru þið. Við skulum vona að það verði ekki frekari sjúkrahúsferðir í bili. Vonandi fer að komast ró á litla ljósið ykkar.Það er aðdáunarvert að fylgjast með baráttu ykkar við þennan yllvíga sjúkdóm sem hrjáir ykkar yndislegu dóttur. Guð styrki ykkur í þessari raun kveðja frá okkur. Pétur B Snæland.
Pétur B Snæland (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:17
Úff jú, vonum að þetta sé nóg af slíku veseni í bili! Reyndu að láta þér líða betur elsku litla snúlla. Þú og pabbi þinn hljótið að vera uppgefin eftir þessa rosalegu viku.
Salóme Mist (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.