Ekki að spyrja af því. Strax í dag fór að kólna nokkuð og nú er þetta allt annað og líður mér strax betur. Þessi hitasvæla hefur þó leitt til þess að svefninn minn er orðin hálf óreglulegur og vill ég því mikið sofa yfir daginn en halda mér frekar vakandi fram eftir nóttu.
Auðvitað finnst mér allra best að vera heima og ég veit að aðrir á heimilinu vita ekkert betra. Ég skal þó alveg viðurkenna að það þarf að hafa mikið fyrir mér og þá sérstaklega síðustu mánuði. Það er bara svo komið að það verður einhver að vera hjá mér nær öllum stundum. Ekki bara að vera í húsinu, heldur hjá mér í stofunni. Því höfum við reynt að hafa þann háttinn á að ef mamma eða pabbi þurfa að fara t.d. á efri hæðina þá er Daníel eða Edda hjá mér á meðan og geta þá kallað á mömmu og pabba ef eitthvað bjátar á.
Það gerir hlutina alls ekki auðveldari að pabbi er mikið í burtu vegna vinnunnar svo mesta álagið er auðvitað á mömmu. Ég er jú með hjúkrunarfólk sem kemur til mín 12 tíma á viku sem er stórkostlegt en það er einungis til að hægt sé að sinna nauðsynlegum hlutum eins og að kaupa inn í matinn eða sinna eldri systkinunum. Auðvitað fáum við líka ofboðslega mikla hjálp frá vinum og ættingjum á hverjum degi en nú eru margir í burtu vegna sumarfría og því getur tíminn stundum orðið einmannalegur.
Við höfum oft rætt að gott væri að ég færi í hvíldarinnlögn á e.t.v. sex vikna fresti eða svo. Það getur bara verið erfitt að setja svoleiðis tímamörk, sérstaklega þegar mér líður að öllu jöfnu vel og ekki eru mikil vandamál. Ég veit samt að það má ekki gleyma þeim sem eru öllum stundum í kring um mig. Eftir að mamma og pabbi byrjuðu að ræða þann möguleika að ég færi í hvíldarinnlögn á sama tíma og systkini mín færu í frí til Madrid hafði mamma samband við Kanner Klinik til að athuga hvort þetta væri hægt.
Christof læknir taldi ekkert sjálfsagðara en að ég væri hjá þeim í einhvern tíma. Ég ætla því að fara á Kanner Klinik um miðjan mánuðinn og vera þar í viku eða svo. Auðvitað ætla ég að taka með mér alla Söngvaborgar diskana mína og læknum og hjúkrunarfólki þarf ekki að leiðast því að amma Dídí sendi mér nýlega Söngvaborg 5.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda !! Sendum ykkur hlýjar og fallegar hugsanir !! Þið eruð hetjur öll !! Auðvitað þurfa allir að hvíla sig og hlaða batteríin. Eigið góða daga framundan og bestu kveðjur frá okkur fjölskyldunni. Knús og kossar.
Sigrún frænka og fjölsk. Grindavík (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 14:25
Sæl mín kæra!
Mikið skil ég vel að þú þolir hitann illa, kanski er loftkæling á spitalanum.... og ekki skemmir að geta sökkt sér ofaní 5 söngvaborgadiska Svo er líka gott að þú kmist líka í frí eins og Edda og Daníel
innilegar kveðjur mín kæru
Stína (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:11
Hæ elsku dúlla,
Mamma og pabbi fóru með mig til Islands og fékk ég ekkert ráðið um það.
Ég hef það bara gott hér en sakna þín ofsalega mikið. Við hlökkum svo til að koma og heimsækja þig sætasta. Bið að heilsa tengdó,
þinn Björn Hinrik
Björn Hinrik (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:46
Sæl kæra fjölskylda
Vonandi tókum við ekki sólina frá ykkur - hér hefur verið einmuna blíða og notalegt, kannski kærkomið fyrir ykkur að hvíla ykkur á hitanum og leyfa okkur að hlýna svolítið og roðna.
Vonandi komast kerru- og baðmál fljótt í lag og líka regla á hvíldarinnlögn, það er gott fyrir fjölskylduna að vita að það kemur reglulega svoleiðis tími sem þið getið notað til að hlaða batteríin og njóta öðruvísi samveru. Þið vitið að sú stutta er í góðum höndum á meðan.
Bestu kveðjur,
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:34
elsku oll somul.
takk fyrir sidast, thad var yndislegt ad fa ad hitta ykkur i luxuslandinu. vid erum buinn ad vera her i taepan manud nuna, heppinn med vedur og allt bara i guddi. vid erum ekki i tolvusambandi svo vid erum half sambandslaus.
ast og kossar til ykkar
gua og co
gudny anna (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.