18.8.2009 | 17:48
Takk elsku amma og afi
Á meðan mamma, Daníel og Edda hafa verið á Íslandi, þá eru amma Dídí og afi Reynir búin að vera með mér og pabba heima í Niederanven.
Amma er búin að dekra mig út í eitt og á meðan eru pabbi og afi búnir að hreinsa allan óþarfa trjágróður úr garðinum okkar og afraksturinn var meira en eitt vörubílshlass. Ótrúlega mikil vinna en ég sá vel út á pallinn og held að pabbi hafi e.t.v. verið að taka fleiri pásur en afi. Er þó ekki viss ?
Pabbi er búin að vera duglegur að taka mig út á pall þegar veður hefur leyft og er ég meira að segja búin að ná baði í gúmmíbátnum mínum. Það er fátt betra en að fara út á pall og horfa á fallegu trén og blómin og hlusta á fuglasönginn.
Elsku amma og afi. Innilegar þakkir fyrir yndislegan tíma og frábæra aðstoð.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært Egill þú ert nú alveg á við hundrað manns :D gott að heira að það sé hægt að fara í bað á pallinum það er örugglega eithvað sem skvísan fílar í ræmur :D kveðja frá Austría :D
MYR, 18.8.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.