8.11.2009 | 18:23
Algjörir rússíbanadagar
Því miður er Elva ekkert að lagast, það er enn mikið slím í henni og hún er oft að falla í mettun. Í gærkvöldi féll vinstra lungað saman og henni leið mjög illa með kaldan svita og hita. Við hjónin vorum hjá henni síðustu nótt. Þegar leið á nóttina lagaðist hún aðeins og lungað opnaðist að hluta til, það finnst engin sýking í blóðrannsókn svo það virðist vera að sjúkdómurinn hefur bara versnað.
Við reynum að það séu alltaf einhverjir hjá henni dag og nótt, því hafa ættingjar og vinir tekið vaktir með okkur svo við náum að fara heim annað slagið að kíkja á eldri börnin og gefa þeim að borða og henda í þvottavél. (við gætum ekki gert þetta án þeirra hjálpar, takk elskurnar). Eldri börnin eru búin að vera í viku fríi og hafa verið mikið að heiman hjá vinum að gista osfr. Svo byrjar skólin hjá þeim aftur á morgun.
Læknateymið ætlar að hittast á morgun og funda um litlu prinsessuna, og svo munum við funda með þeim í kjölfarið. Ég býst svo sem ekkert við einhverjum meiriháttar ákvörðunum, enda lítið annað hægt að gera í þessari stöðu.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugur okkar er hjá ykkur og sendum við ykkur baráttukveðjur.
Kv.Halla frænka og fjölskylda.
Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 18:54
Ég sendi baráttukveðjur til þín og þinna Elva Björg litla sæta síbrosandi stúlka.
Kv.)
Elín (ókunnug)
Elín (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:48
Guð og allir englarnir veri með ykkur öllum...hugsa endalaust til ykkar...bestu kveðjur Erla frænka...
Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:59
Litla yndislega stúlka og fjölskylda hennar,
megi guð og aðrir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.
Ég hef verið að fylgjast með ykkur hér og finnst þið öll svo sterk og litla ljósið sterkust!
Baráttukveðjur
Edda (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 08:33
Elsku Elva Björg og fjölskylda,
við hugsum til þín og sendum þér og fjölskyldu þinni baráttukveðjur. Þú munt ná þér aftur og komast aftur heim litla hetja. Ragnar Emil náði sér eftir mjög erfið veikindi síðasta vetur og styrkist bara og styrkist í dag, það er allt hægt :) Knús til ykkar allra,
Aldís og Ragnar Emil.
Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 09:32
Elsku fjölskylda,
Hugur okkar er hjá ykkur. Megi guð gefa ykkur styrk og stoð.
Kristín og fjölskylda.
Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:45
Eg hugsa mikid til thin saeta prinsessan min.
Gud gefi ykkur styrk og stod.
Gigja
gigja (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 11:58
Elsku fjölskylda,
við sendum ykkur okkar hlýjustu kveðjur og hugsanir.
Knús og kossar
Gróa og fjölskylda
Gróa Gubjörg (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:02
Elsku litla englabarn, Guð gefi þér þrótt til að standast þessar raunir, og ykkur líka elsku Vala og Egill, Daníel og Edda. Megi morgundagurinn verða betri en í dag.
Love
Ella
Ella (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:02
Baráttukveðjur og knús í klessu á ykkur öll!
Kveðja Rannveig.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:00
Elsku litla Elva mús, leiðinlegt að heyra hvernig ástandið er hjá ykkur!! Verst að geta ekki tekið skyndikúrs í barnahjúkrun og flogið á staðinn,- eða fengið úthlutað eins og einu kraftaverki.... þú fengir pottþétt mitt
Risa knús og kram handa ykkur öllum
Stína (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 06:38
Litla baráttumús - ef það á að deila út kraftaverkum þá færðu mitt líka!
Sendi hlýja baráttustrauma!
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 08:47
Elsku bestu þið! baráttustraumar til ykkar, hugur minn er allur hjá ykkur! kossar og knús! þú ert hetja Elva Björg !
Sigga Kristín (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:36
Kæra fjölskylda.
Kærar kveðjur frá Kína,
Trausti, Guðný Anna og stelpurnar.,
Trausti Magnusson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 09:56
Kæra fjölskylda. Mér er orða vant. Ekki er hægt að gera sér í hugarlund erfiðleikana sem þið gangið í gegnum nú. Megið þið fá allan þann styrk sem þið þurfið á að halda, það eru greinilega margir með ykkur í huga og hjarta. Þið eruð í mínum hugsunum.
kærar kveðjur, Soffía
Soffía Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 10:30
Elsku sæta Elva Björg! Vonandi nærðu að hrista þetta af þér sem fyrst. Baráttukveðjur til þín og fjölskyldunnar! Við hugsum til ykkar. Bestu kveðjur frá Stullafjölskyldu.
Gróa (Stulla-mamma) (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.