12.11.2009 | 22:59
Hjólin loksins farin að snúast
Í gær fóru hjólin loksins að snúast, eftir fundin síðasta mánudag þá var ákveðið að við reynum allt til að eg komist heim sem fyrst, svo það sé hægt þá verð eg auðvitað að vera stabíl í nokkra daga, meiri heimahjúkrun og súrefnisgræja heimafyrir. Súrefnistækið kom í dag og verið er að vinna í að fá meiri heimahjúkrun.
Ekki nóg með að eg er veik þá er mamma núna að fá einhvað kvef og Edda systir var veik í dag. Pabbi þurfti að fara aftur til Nigeriu að tala við mennina....þeir geta víst ekki verið án hans þótt að eg vilji líka hafa hann hjá mér. Í dag kom Hemmi frændi og svo Bryndís að passa mig á sjúkrahúsinu svo að mamma gæti hvílt sig og dúllað við Eddu systir. Amma Edda kemur örugglega á morgun að kíkja á mig og kanski fleyri.
Eg er bara upp og niður þessa daga. það virðist vera að eg er góð einn daginn og daginn eftir aftur erfið, í dag tók eg aftur 3x mettunarfall og fór niður í 60 í mettun, fallegu flekkirnir mínir komu rétt á undan. Svo þetta ástand mitt tekur mikið á mömmu og pabba og fleyri. Þau eru alltaf þreytt og gætu sofið út í eitt ef þau hefðu tækifæri á því. Við tökum bara einn dag í einu eins og við erum búin að gera undanfarið, það hjálpar okkur.
Við erum samt svo heppin að að eiga svo ótrúlega vini sem styðja okkur með ýmsum uppákomum og gerðum. Olla og Biggi fóru út að hlaupa fyrir mig og Laufey og Torfi ætla að selja bækur og.fl. og svo kemur meira seinna veit eg...., herna er auglysing úr brúnni...
Maggi Eiríks ævisaga/CD
til styrktar Elvu Björg Egilsdóttur
Ævisaga Magga Eiríks og geisladiskarnir Von (Mannakorn) og Reyndu Aftur (Buff og Maggi Eiríks) eru til sölu hjá Torfa/Laufeyju.
Allur ágóði af sölunni rennur óskertur til ―Pallavina‖ - styrktarsjóðs Elvu Bjargar Egilsdóttur.
Verðið er:
Reyndu afturÆvisaga Magnúsar Eiríkssonar: 32
Geisladiskur (Mannakorn eða Buff): 15
Reyndu AfturÆvisaga og geisladiskur (Mannakorn eða Buff): 42
Hafið samband við Torfa/Laufeyju í síma 26 747 901 eða á e-mail: thalldorsson@williams-halls.co.uk eða laufeyvil@gmail.com
Torfi og Laufey
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikð er ég glöð að heyra að hjólin eru farin að snúast og ekki síst að amk annar hver dagur hjá þér er góður núna litla ljós. Svo er bara að fækka mettunarföllunum. Gangi þér vel engill. Love Ella.
Ella (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 23:14
Gott að heyra að eitthvað gerist í þínum málum, skref í rétta átt! Flýttu þér svo að styrkjast svo þið getið farið heim að undirbúa 2 ára afmælið - það er næsta skref hjá þér.
kveðjur til ykkar allra!
Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 16:49
Gott að heyra að hjólin séu farin að snúast í rétta átt. Knús til ykkar allra og ég vildi svo gjarnan vera nær ykkur og rétta fram hjálparhönd. kærar kveðjur. Sigga
sigga Bjarkadottir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 17:46
Þið eruð svo dugleg öll. Standið saman og styðjið hvert annað. Knús frá Klakanum til ykkar.
Halla R. Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.