21.11.2009 | 20:11
Frábærir dagar síðan ég kom heim
Nú eru næstum liðnir þrír dagar síðan ég kom heim af sjúkrahúsinu. Ég verð að segja að dagarnir eru búnir að vera hreint frábærir og ég er búin að standa mig eins og hetja. Ég er ekki búin að fá nein alvarleg mettunarföll, hef getað verið meira án grímunnar heldur en nokkur þorði að vona og er eiginlega búin að vera brosandi frá morgni til kvölds.
Í dag fór ég í kerruna og fór um húsið og reyndi að taka þátt í deginum eins og kostur var. Ég veit að það er e.t.v. ekki gott að ég sé mikið innan um dýr því að hreinlæti er mér mjög mikilvægt en á sama tíma, þá er líka mikilvægt að ég geti notið hverrar ánægjustundar. Edda systir kom og sýndi mér Gonzales naggrís og ég ljómaði af ánægju. Hreinlega skríkti og naut þess að halda í hann og nudda feldinn.
Heimahjúkrunin mín hefur því miður verið takmörkuð. Krabbameinsfélagið í Luxembourg hafði heyrt af okkar raunum og í dag fengum við þær frábæru fréttir að félagið hefur ákveðið að aðstoða mig og mun hjúkrunarfræðingur frá þeim veita mér daglega heimahjúkrun, tvo tíma í senn. Mun það því koma til viðbótar því sem hið opinbera veitir mér í hverri viku. Það er varla hægt að lýsa hversu frábærar fréttir þetta eru fyrir mig og mína fjölskyldu og hversu þakklát við erum.
Það getur verið stórt stökk á milli erfiðu og svo góðu daganna. Auðvitað taka erfiðu dagarnir ofboðslega mikið á en sem betur fer eru sumir dagar líka góðir og ánægjulegir og þá verður líka að meta.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Elva Bjorg,
it´s great to hear you are doing so good! Keep on smiling and singing!
Love, Cyril, Tomas, Maya and Mayca.
Mayca (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 20:20
Kæra fjölskylda
Þið eruð dugleg og ég dáist að ykkur. Megi góður guð vernda ykkur og blessa og reisa ykkur við.
Kveðja
Trilla
Trilla (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 20:59
Halló elsku fjölskylda,
Sit hér á conference í Vancouver! Hugsa til ykkar alla leið yfir hálfan hnöttinn! Nú förum við Baddi alveg að koma til Lux.. bara næsta fimmtudag! Hlökkum svo til að sja ykkur.
Helli-rigningarkveðjur frá Vancouver.
Guðný.
Guðný Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 21:24
Hæ elsku þið!
Gaman að heyra svona góðar fréttir, vona að næstu dagar verði jafn frábærir :)
Knús og kveðja,
Salóme Mist
Salóme Mist (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 00:47
Gaman að heyra um góðu dagana þína yndislegust....bið endalaust um að góður Guð og allir englarnir haldi áfram að vernda þig og varðveita...knús á línuna frá Erlu frænku...
Erla Sigríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 07:34
Gaman að heyra hvað þú ert ánægð að vera komin heim, enda heima best. Vonandi á allt eftir að ganga vel hjá ykkur og mikið er gott að þið skuluð vera búin að fá þessa auka hjálp á daginn ég segi bara til hamningju með það.
Kær kveðja
Guja
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 14:09
Gott að heyra að þú ert öll að hressast og að sjálfsögðu best að vera heima.
Knús í klessu!
Kveðja Rannveig.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.