28.11.2009 | 12:22
Það er alltaf erfitt að glíma við mettunarfall
Gærdagurinn var mjög erfiður. Ég hafði verið með háan blóðþrýsting strax í gærmorgun og rétt fyrir hádegi fékk ég snökt en stutt mettunarfall sem var greinilega vegna þess að ég var að rembast því að ég þurfti að kúka. Auðvitað hljómar þetta hálf einkennilega en því miður þá geta nauðsynlegir og sjálfsagði hlutir hreinlega tekið á hjá mér.
Ég jafnaði mig nokkuð fljótt og blóðþrýstingurinn lækkaði mikið og því héldum við að þetta væri yfirstaðið. Eftir fáar klukkustundir fékk ég síðan mjög slæmt mettunarfall og náði engan vegin að ná öndun aftur. Ambupoka og aukasúrefni þurfti til að koma súrefni aftur í lungun og eðlilegri öndun af stað. Eftir einhverjar mínútur komst súrefnismettun yfir hættumörk og öndun varð eðlileg.
Í öllum látunum var auðvitað hringt í sjúkrabíl og lækni en þegar þeir komu var ég búin að ná góðri öndun og brosti mínu allra breiðasta þegar mér var sagt að ég þyrfti ekki að fara með sjúkrabílnum á Kanner Klinik. Þó að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir þá tekur þetta auðvitað mikið á og erfitt fyrir alla og ekki síður stóru systkini mín en Edda Kristín horfði upp á atvikið og varð auðvitað mikið niðri fyrir.
Ég var auðvitað þreytt eftir þessi átök en náði samt ekki að sofna vel fyrr en seint í gærkvöldi. Í dag er ég hins vegar hin hressasta. Vaknaði sátt í morgun og horfið vel og lengi á morgunsjónvarpið.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Elva Björg mín, þú ert hetja og gullmoli. Ekki hægt að segja annað en að það er mikið á þig og þína lagt. Vonandi eigið þig öll góðan dag. Knús. Vilborg
Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:56
Já, það er átakanlegt að endurlífga litla barnið sitt, ég get tekið undir það. Ég þekki það líka að fylgjast með því hvaða áhrif þetta hefur á eldri systkinin. Einu sinni var ég ein heima með Fanneyju mína og bróður hennar sem er 11 ára þegar hún krassaði mjög illa, og hann fékk það hlutverk að hringja á sjúkrabílinn. Þetta hafði mikil áhrif á hann og við höfum rætt þetta oft síðan. Annars vegar var þetta mikið áfall fyrir hann, og hann segist hafa verið mjög hræddur því hann sá hvað ég var hrædd. Hins vegar er hann mjög stoltur yfir því að hafa staðið sig vel og tekið þátt í að bjarga litlu systur sinni. En þetta er mikið sem er lagt á ungan dreng og oft spyr ég sjálfa mig hvaða áhrif þetta mun hafa á hann til lengri tíma. Ég vil að hann taki sem mestan þátt í lífinu hennar en samt ekki að hann hafi stöðugt áhyggjur af henni. Ég reyni allavega að trúa því að góðu áhrifin muni vega meira en þau slæmu.
Gott að heyra að þið séuð að fá meiri hjálp, öðruvísi er ekki hægt að gera þetta almennilega. Ástarkveðjur til Elvu Bjargar og gangi ykkur áfram vel í baráttunni
Elísabet (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:35
Elva,
Eres una campeona! me alegro muchísimo de que al final no tuvieras que irte al hospital. Aunque menudo susto!
Un beso muy grande, mañana cumples ya 2 años!
Mayca (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.