Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fór í hvíldarinnlögn í dag

Það var hringt í okkur í morgun og okkur boðið að ég kæmi á sjúkrahúsið í dag til hvíldarinnlagnar.  Við auðvitað þáðum boðið og er ég núna komin á Kanner Klinik og verð þar í nokkra daga.

Mamma ætlar að skreppa með pabba til London í fyrramálið og ætla þau að reyna að eiga nokkra daga þar saman.


Ég á bestu systkini í heimi

Veikindi mín hafa verið erfið mér og mínum.  Yfirleitt minnist ég á að mamma og pabbi eru að gera þetta eða hitt en það má ekki gleyma systkinum mínum.  Þau eru alltaf ofboðslega dugleg að hjálpa og aðstoða.

Ein flott með stóra bróður

Stóri bróðir er alltaf eins og klettur þegar á þarf að halda og tekur mikinn þátt í minni umönnun.  Hann er alltaf á varðbergi og ef eitthvað bjátar á þá er hann komin til að aðstoða.  Það eitt að baða mig tekur á og hann hefur nú ákveðið hlutverk til að það gangi vel og gerir það frábærlega.

Gaman að leika við stóru systir

Stóra systir kemur mér alltaf til að brosa.  Sama hvað gengur á.  Það geta verið þungir morgnar en um leið og Edda kemur inn í hádeginu þá er eins og það lyftist á mér brúnin.  Mér finnst hún svo skemmtileg og hún er svo dugleg að leika við mig.  Fimleikar, dans og hennar frábæri söngur fær mig til að brosa mikið og léttir minn dag.

Mig langaði bara að segja öllum að ég á bestu systkini í heimi !  


« Fyrri síða

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband