Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
29.5.2009 | 15:24
Komin aftur heim
Í morgun kom ég aftur heim eftir að hafa verið rúma viku á Kannerklinik. Síðan ég kom heim er ég búin að vera með bros út að eyrum og ótrúlega kát og glöð.
Því miður hef ég bara verið rétt þokkaleg á meðan ég var í hvíldarinnlögninni. Átti til með að fá slæm öndunarföll og var á tímabili að kasta upp. Þá fékk ég einnig mjög háan hita um daginn en því miður var ekki hægt að finna út hvers vegna.
Þó svo nokkuð hafi gengið á þá voru læknar og hjúkrunarfólk að hlífa restinni af fjölskyldunni við að hafa áhyggjur því að á meðan þau voru í fríinu sínu og hringdu á sjúkrahúsið, þá var alltaf sama svarið. Allt gengur vel og að mér liði mjög vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2009 | 17:30
Í hvíldarinnlögn
Ég er búin að vera í hvíldarinnlögn á Kannerklinik síðustu daga. Fyrir helgi var ég því miður að kasta upp aftur og aftur sem er alls ekki gott fyrir mig því að það er svo mikil hætta að það leki í lungun mín. Því þurfti að hvíla magann og fékk ég næringu í æð á meðan. Ég er sem betur fer orðin miklu betri og komin á eðlilega næringargjöf aftur.
Restin af fjölskyldunni fór í frí til Madrid og voru systkini mín hjá Carmen og Pepe a meðan mamma og pabbi áttu tíma saman í borginni. Núna eru þau öll saman í Valencia og koma heim aftur eftir nokkra daga. Auðvitað sakna ég þeirra ofboðslega en veit að þau sakna mín líka mikið og hver veit nema ég fæ nokkrar gjafir þegar þau koma aftur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2009 | 07:00
Slæmt öndunarfall en er búin að ná mér vel
Í gærkvöldi fékk ég slæmt öndunarfall. Ég var með heimahjúkrun og pabbi var á efri hæðinni að vinna. Hann heyrði að það var ekki allt með feldu og stökk niður og við tóku meiri en 15 mínútur þar sem hann reyndi að ná upp öndun hjá mér aftur. Mettunin fór að vísu nokkrum sinnum upp en féll svo aftur og aftur mikið niður.
Eftir um 5 mínútur kölluðum við eftir lækni og sjúkrabíl og á meðan hélt baráttan áfram. Smá saman fór blái liturinn í andlitinu mínu að hverfa og öndunin fór að verða eðlileg aftur og var ég orðin nokkuð góð þegar læknir og sjúkrabíll komu. Læknirinn taldi samt ráðlagt að fara með mig niður á Kannerklinik til að gera á mér frekari skoðun.
Í gærkvöldi var ég bara orðin hin hressasta og held frekar að pabbi hafi þurft að fá góða hvíld eftir þetta . Ég átti að fara í hvíldarinnlögn á morgun og ætluðu mamma og pabbi að skreppa í smá frí með Daníel og Eddu. Því var ákveðið í gærkvöldi að ég fari bara strax í hvíldarinnlögn í nokkra daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2009 | 13:58
Er bara í góðum gír
Best að skrifa aðeins, það er sva langt síðan að eg hef látið heyra í mér. Eg er búin að vera nokkuð góð undanfarið reyndar alltaf með smá hita og hægðatregðu það virðist vera eðlilegt fyrir mig. Mamma gefur mér MOVICOL til að lina hægðirnar svo það er ekki svo erfitt fyrir mig. Veðrið er búið að vera gott undanfarið og eg hef getað farið út í stutta göngutúra með mömmu, við ætlum reyndar að hitta Dr. Pauly næsta mánudag hjá stoðtækjafyrirtækinu Kohnen og skoða saman aftur kerrumálin, hvor það sé hæt að "tjúna"kerruna mína eða eg þurfi nýja. Öll þessi tæki sem eg þarf að burðast með eru svo fyrirferðamikil.
Annars er eg farin að sakna hans pabba svolítið , hann er búin að vera meira og minna í Nigeríu frá því byrjun apríl, hann kom reyndar heim fyrir syninguna hennar mömmu enn fór svo strax aftur annsanns.
Það er ekkert auðvelt að baða mig svo mamma bað Biddý frænku að koma að hjálpa okkur og þá kom Jói frændi bara líka og það var svaka stuð hjá okkur að busla í balanum inn á stofugolfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar