Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
29.7.2009 | 15:55
Stutt í að ég komi aftur heim
Ég á að fara heim úr hvíldarinnlögn á morgun. Ég er búin að eiga nokkuð góðan tíma á Kanner Klinik en verð að viðurkenna að mér finnst nú betra að vera heima. Mamma og Pabbi komu með kerruna mína á sjúkrahúsið um daginn og ég gat því aðeins farið úr rúmi og farið um sjúkrahúsið með hjúkrunarfólkinu. Alla vega smá tilbreyting.
Líðan mín er búin að vera þokkaleg en er þó búin að vera að fá þessa reglulegu daga sem ég er að fá háan hita og slímmyndun er hættulega mikil. Um daginn fékk ég sýklalyf í æð og síðan þá hef ég verið miklu betri.
Systkini mín eru komin aftur heim frá Madrid en því miður náðu mamma og pabbi ekki nógu mikið að vera saman á meðan ég hef verið í hvíldarinnlögninni því að pabbi er búin að vera meira og minna í burtu vegna vinnunar, bæði í Prag og Kano.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2009 | 08:11
Komin í hvíldarinnlögn
Á föstudaginn fór ég í hvíldarinnlögn á KannerKlinik. Ég var nú ekkert alltaf spennt yfir því að fara og síður en svo ánægð þegar mér var ekið inn í græna herbergið á sjúkrahúsinu enda komu örlítil tár fram hjá mér. Um helgina hef ég líka verið að kasta örlítið upp sem er alls ekki gott.
Stóru systkini mín fóru í gær í frí til Madrid og eru mamma og pabbi því ein í kotinu núna. Eru svo sem ekki alveg búin að ákveða hvernig þau ætla að ráðstafa tímanum en ætla þó að vera ekki í of mikilli fjarlægð frá mér ef eitthvað óvænt kemur uppá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki að spyrja af því. Strax í dag fór að kólna nokkuð og nú er þetta allt annað og líður mér strax betur. Þessi hitasvæla hefur þó leitt til þess að svefninn minn er orðin hálf óreglulegur og vill ég því mikið sofa yfir daginn en halda mér frekar vakandi fram eftir nóttu.
Auðvitað finnst mér allra best að vera heima og ég veit að aðrir á heimilinu vita ekkert betra. Ég skal þó alveg viðurkenna að það þarf að hafa mikið fyrir mér og þá sérstaklega síðustu mánuði. Það er bara svo komið að það verður einhver að vera hjá mér nær öllum stundum. Ekki bara að vera í húsinu, heldur hjá mér í stofunni. Því höfum við reynt að hafa þann háttinn á að ef mamma eða pabbi þurfa að fara t.d. á efri hæðina þá er Daníel eða Edda hjá mér á meðan og geta þá kallað á mömmu og pabba ef eitthvað bjátar á.
Það gerir hlutina alls ekki auðveldari að pabbi er mikið í burtu vegna vinnunnar svo mesta álagið er auðvitað á mömmu. Ég er jú með hjúkrunarfólk sem kemur til mín 12 tíma á viku sem er stórkostlegt en það er einungis til að hægt sé að sinna nauðsynlegum hlutum eins og að kaupa inn í matinn eða sinna eldri systkinunum. Auðvitað fáum við líka ofboðslega mikla hjálp frá vinum og ættingjum á hverjum degi en nú eru margir í burtu vegna sumarfría og því getur tíminn stundum orðið einmannalegur.
Við höfum oft rætt að gott væri að ég færi í hvíldarinnlögn á e.t.v. sex vikna fresti eða svo. Það getur bara verið erfitt að setja svoleiðis tímamörk, sérstaklega þegar mér líður að öllu jöfnu vel og ekki eru mikil vandamál. Ég veit samt að það má ekki gleyma þeim sem eru öllum stundum í kring um mig. Eftir að mamma og pabbi byrjuðu að ræða þann möguleika að ég færi í hvíldarinnlögn á sama tíma og systkini mín færu í frí til Madrid hafði mamma samband við Kanner Klinik til að athuga hvort þetta væri hægt.
Christof læknir taldi ekkert sjálfsagðara en að ég væri hjá þeim í einhvern tíma. Ég ætla því að fara á Kanner Klinik um miðjan mánuðinn og vera þar í viku eða svo. Auðvitað ætla ég að taka með mér alla Söngvaborgar diskana mína og læknum og hjúkrunarfólki þarf ekki að leiðast því að amma Dídí sendi mér nýlega Söngvaborg 5.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2009 | 01:07
Hiti og hiti
Síðustu viku hefur verið óvenju heitt úti sem og inni. Í ofanálag er ég búin að vera með hita annað slagið og því hefur það verið örlítið erfitt. Ég er því búin að liggja meira og minna ber og er búið að setja viftu í stofuna til að létta mér daginn.
Það má búast við að vikan hjá mömmu og pabba verði hálfgerð "kerfis" vika því að enn er ég að bíða eftir svari frá sjúkrasamlaginu varðandi nýju kerruna og nýja baðið en það verður að viðurkennast að þessir hlutir eru mjög aðkallandi.
Systkini mín eiga bara viku eftir af skólanum og verða þau þá komin í kærkomið sumarfrí. Þau ætla að byrja á því að fara til Madrid og vera hjá vinum sínum í rúma viku. Á svipuðum tíma er líklega best að ég fari í hvíldarinnlögn á sjúkrahúsið ef það verður möguleiki og mamma og pabbi reyni að eyða örlitlum tíma saman.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar