Leita í fréttum mbl.is

Í dag er einn mánuður síðan Elva Björg kvaddi þennan heim

Í dag er einn mánuður síðan Elva Björg fór frá okkur og verður að segja að þetta er búin að vera mjög erfiður mánuður.

Við vorum auðvitað búin að venjast því að hafa litlu brosmildu stelpuna okkar alltaf heima í stofunni okkar svo núna er stofan búin að vera svolítið tómleg.  Ég (Vala) hef stundum haft erfitt með að sofna og þá hef ég tekið það ráð að sofa bara niðri í stofu enda er ég búin að sofa þar meira og minna síðustu 2 árin. Svo er líka svolítið skrítið hvað eru fáir að koma inn á heimilið.  Maður var vanur því að sjúkraþjáfarar og hjúkrunarfræðingar voru nánast á hverjum degi inni á heimilinu en núna er heldur fátt um heimsóknir.  Líklega eitthvað sem við máttum svo sem búast við.

Bæði minningarathöfnin og útförin voru mjög margmenn fallegar athafnir.  Við verðum að fá að þakka öllum sem hjálpuðu okkur við þessar athafnir.  Sérstaklega viljum við fá að þakka Ellen, KK og Eyþóri fyrir yndislegan tónlistarfluttning og svo má ekki gleyma að þakka öllum sem komu með veitingar. (Það eru nokkrir diskar og kökuílát heima sem einhverjir gleymdu)

 DSC 0002

Við viljum samt segja að við hefðum aldrei í okkar  lífi vilja vera án þessarar lífsreynslu, að eignast hana Elvu Björgu.  Hún kenndi okkur bara svo margt og við fengum þann heiður að annast hana þótt það hafi verið allt of stuttur tími.

Núna ætlum við fjölskyldan aðeins að hreinsa hugann og fara saman á skíði til Austurríkis og leika okkur þar í 1 viku.   Mér var boðin svo gamla vinnan mín og ég byrja að vinna aftur í byrjun maí.  Auðvitað verður það hálf skrítið en eins og Edda Kristín dóttir okkar sagði við okkur um daginn.  Nú verðum við að reyna að læra uppá nýtt að lifa eðlilega daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Edda Frímannsdóttir

Elsku Vala og Egill, ég er alltaf að hugsa til ykkar. Við Frímann vorum viðstödd útförina hennar Elvu Bjargar, mikið var þetta falleg og yndisleg athöfn. Vonandi finnið þið styrk til að læra uppá nýtt að lifa eðlilega daga sem fyrst. Mér þætti vænt um að fá tækifæri til að hitta ykkur næst þegar þið eruð á Íslandi, við myndum örugglega hafa um margt að spjalla. En að sinni vil ég senda ykkur mínar allra bestu kveðjur, Elísabet, mamma Fanneyjar Eddu.

Fanney Edda Frímannsdóttir, 10.2.2010 kl. 00:22

2 identicon

Hæ elsku Vala mín og þið öll, kæra fjölksylda.

Mér var einmitt hugsað til ykkar í fyrradag, eins og reyndar marga aðra daga, og langaði að spyrja hvernig gengi og hvort ekki væri tómlegt í stofunni ykkar. Ég geri ráð fyrir að ég hafi spurt á einhvern hátt þó ég hafi ekki skrifað það til þín, því svarið kom. Seturðu ekki Söngvaborg eða Dóru stundum á þegar þú ert ein heima? Ég get alveg séð fyrir mér að litli engillinn þinn/ykkar sitji þá hjá þér þarna í stofunni og brosi út að eyrum. 

Njótið skíðaferðarinnar. 

Love, Ella.

Ella (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:11

3 identicon

Farið og reynið að eiga góðan tíma saman fjölskyldan. Það eigið þið sannarlega skilið. Það hjálpar líka aðeins, kannski ekki mikið en aðeins, að komast í annað umhverfi.

Elva Björg fylgist með ykkur um leið og hún pússar regnbogann með fallega brosið sitt á sínum stað.

Mummi og Fjóla (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:05

4 identicon

Oft hefur maður hugsað hvað það hefur verið erfitt fyrir ykkur að koma heim frá Íslandi og byrja nýjan hversdagsleika.  En þið hafið nú þegar sýnt og sannað að þið ráðið við erfið verkefni saman. Gott að heyra að þið komist saman í kærkomið frí og frábærar fréttir af vinnunni. 

bestu kveðjur til ykkar allra,

Ingibjörg Sif (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 11:14

5 identicon

Elsku besta Valan mín!!

Mikið vildi ég óska að það væri einfaldara að droppa í heimsókn... en þið eruð hvort eð er á skíðum svo það væri enginn heima ;D

Þúsund knús og kossar, norðurljós og stjörnuskin til ykkar allra

Stína (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 21:11

6 identicon

Það má kannski segja að líklega hafi fleiri en ykkur grunar komið í heimsókn. Hugur margra er án efa hjá ykkur og þannig má segja að allnokkrir hafi heimsótt ykkur í huganum. Það er nokkuð langt frá Íslandi til Luxemborgar, ég tala nú ekki um eins og færðin hefur verið. Það er farið að snjóa hjá okkur á suðvestur horninu. Og það mætti halda að það hafi aldrei snjóað á Íslandi áður. Annars allt gott að frétta héðan, Rannveig og fjölskylda flutt í Grindavíkina aftur,svo öll fjölskyldan er á sama horninu....Guð geymi ykkur öll, bestu kveðjur Gumma og Gummi.

Gumma og Gummi (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband