Leita í fréttum mbl.is

Við reynum að horfa fram á veginn

Um síðustu helgi kom fjölskyldan til baka eftir stutt en frábært frí saman.  Eitthvað sem var nauðsynlegt fyrir alla.  Komast í nýtt umhverfi, ná að ræða vel saman og ekki síst að fá örlitla útrás.

Hefðbundnir skóladagar tóku síðan við hjá Daníel Erni og Eddu Kristínu, en þau eru búin að standa sig eins og hetjur síðustu vikurnar og hafa sýnt hvor öðru sem og okkur foreldrunum mikinn styrk.   Vinnan hjá Agli er með rólegra móti núna og er því heima þessa dagana.  Við höfum því reynt að nota tækifærið og ganga frá ýmsum hlutum sem best er að gera í sameiningu.

Við erum enn að fá póst merktan á Elvu Björgu.  Þó erfitt sé, þá er það auðvitað eitthvað sem verður að teljast á vissan hátt eðlilegt til að mynda reikningar fyrir sjúkrabíla, mjólk og lyf.  Eitthvað sem virðist bara fara seint í gegnum kerfið.  Það var samt gríðalega erfitt að lesa póstinn frá sveitarfélaginu þar sem við áttum að staðfesta hana í leikskóla á árinu, en hér er leikskólaskylda fyrir börn þriggja ára og eldri.

Þó svo það hafi verið búið að taka öll tæki sem fylgdu Elvu Björgu af heimilinu þá átti enn eftir að ganga frá ýmsum hlutum eins og fatnaði og leikföngum.  Í vikunni fannst okkur eins og rétti tíminn væri komin til að ganga í það verk.  Örlitlu af fatnaði og leikföngum ákváðum við að geyma en öðru hefur verið pakkað og verður gefið til líknarmála.  Þá var enn mikið til af slöngum, síum, grisjum, plástrum og fleiru og verður vonandi hægt fyrir barnaspítalann að taka við þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa oft til ykkar og fallegu stelpunnar ykkar sem ég fylgdist vel með hér á síðunni ykkar. Mér fannst ég vera farin að þekkja ykkur svolítið og finna þörf fyrir að vita hvernig gengi með stelpuna,enda þegar ég las það að hún væri fallin frá,hrundu tárin niður kinnarnar. Ég hugsa oft um hana Elvu,fallega brosið hennar og gullfallega hárið hennar. Ég geng Esjuna reglulega og fyrsta gangan mín þangað eftir hennar fráfall lagði ég stein á vörðuna fyrir hana. Skrítið sem það kann að hljóma,því við þekkjumst ekkert,þá virkilega þótti mér vænt um stelpuna ykkar. Ég á 4.börn sjálf og sú yngsta mín er jafngömul Elvu. Mig langaði bara að láta vita af mér og að mínar hugsanir eru oft hjá ykkur. 

Mínar bestu kveðjur: Hildur Hallvarðsdóttir

Hildur Hallvarðsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:20

2 identicon

Við sendum ykkur öllum  knús og kærar kveðjur úr Grindavíkinni.

Kveðja Halla frænka og fjölskylda.

Rannveig Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sendi fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Elvu Bjargar. Guð blessi minningu hennar. Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 454593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband