Leita í fréttum mbl.is

Framfarir

Vikan er búin að vera tími framfara.  Ég er búin að vera mjög dugleg að drekka sem hefur skilað sér í meiri vigt.  Anna Litla hefur líka sagt mér að mér hefur gengið mun betur og hef ég verið að fá betri styrk í fæturna.

Núna er ég nær eingöngu á mjólkurblöndu því mjólkin hennar mömmu hefur minnkað svo mikið.  Enn er þó svolítið til og nota ég þá hana bara spari.

Það pirrar mig að geta ekkert farið út því veðrið hjá okkur hefur verið svo slæmt.  Rigning, snjór, rok og kuldi.  Það fer vonandi að vora og þá get ég farið út að skoða gróðurinn og hlusta á fuglana í garðinum.

Daníel Örn og Edda Kristín eru komin í páskafrí og er því ákveðin tilhlökkun á heimilinu.  Palli frændi kom í gær og ætlar að vera með okkur yfir páskana og á annan í páskum ætla Hermann frændi og fjölskylda að koma til okkar og borða með okkur.

Það á að gera mikið í dag og vill pabbi að allir noti daginn til að gangi frá í sínu horni.  Stóra systir kom þó með morgun skilaboðin til pabba um að "chill out".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband