30.3.2008 | 06:51
Í dag er ég fjögurra mánaða
Í dag er ég fjögurra mánaða og ætlum við að halda örlítið uppá það í dag. Mamma ætlar að baka vöfflur og pabbi að hita kakó. Ég get ekki beðið eftir að fá að smakka pínulítið. Þó ekki sé nema smá smakk af þeyttum rjóma.
Með hverjum deginum er ég að sjá og læra eitthvað nýtt. Ég er auðvitað búin að átta mig á að best er að láta einhvern halda á mér og labba með mig um til að ég geti skoðað nýja hluti. Til að tryggja að það sé gert hef ég komið upp með þá frábæru hugmynd að drekka helst ekki úr pelanum mínum nema að það sé verið að sýna mér um á meðan. Annars hef ég ekki verið mjög dugleg að drekka eða sofa síðustu daga því að ég er með kvef og þurfa því mamma og pabbi að hreinsa nefið mitt reglulega til að mér líði betur.
Á föstudaginn náði mamma að skreppa á myndlistarsýninguna hennar Línu Rutar og var Ingi frændi hjá mér á meðan. Pabbi og Daníel komu svo loksins til baka frá London í gærkvöldi, eftir að hafa ferðast í 14 tíma því flugið þeirra í gærmorgun var aflýst.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn litla skvís, mig langaði nú bara að kvitta fyrir mig en ég er alveg ókunn ykkur frétti bara af dömunni og blogginu hennar og hef verið að kíkja hér reglulega.
Hafið það sem allra best.
Edda (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.