Leita í fréttum mbl.is

Ég er ný orðin hálfs árs

Ég varð hálfs árs gömul um daginn og ætlum við að halda uppá það saman í dag.  Fjölskylda og vinir ætla að koma í heimsókn og ætlum við að njóta dagsins saman yfir kaffi og kökum.

Ég hef verið að þyngjast nokkuð vel en krafturinn minn síðustu daga hefur þó verið misjafn og á ég til að vera mjög slöpp, sérstaklega í hálsinum.  Nýi stóllinn er þó að gera mikið fyrir mig og sjáum við mjög miklar framfarir hjá mér í að beita höndunum.

Mjög hugsi 

Ég hef verið að átta mig á því hvernig ég get neitað eða barist á móti því sem mér finnst hreinlega ekki gott.  Ef ég er ekki svöng eða mér hreinlega líkar ekki maturinn festi ég neðri vörina undir þá efri og þá er ekki nokkur leið að koma skeið uppí mig.  Þá finnst mér ekki gott þegar verið er að soga slím úr hálsinum mínum og hef áttað mig á að ég get sett tunguna fyrir og slangan kemst ekki framhjá.

Eftir viku eigum við fund með sérfræðingunum mínum til að ákveða hvenær ég fer í aðgerðina fyrir magasonduna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með hálfs árs afmælið!!  Þú ert greinilega mjög klár stelpa, veist hvað þú vilt :)

Baráttukveðjur úr Hafnarfirði,

Aldís, Ragnar Emil og Silja.

Aldís og Ragnar Emil (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 08:55

2 identicon

Til hamingju með hálfs árs afmælið sæta skott!!

Já þér er nú ekki illa í ætt skotið ef að þú veist ekki hvað þú vilt!

Kveðja að austan Rannveig.

Rannveig frænka (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:34

3 identicon

Innilega til hamingju með afmælið stóra duglega stelpa!! Mikið hefurðu nú þroskast og dafnað á þessum mánuði frá því að ég var hjá ykkur :D

kveðjur til pabba,mömmu Daníels og Eddu- og Siggu (bannað að skilja útundan ;)

Stína vinkona

Kristín Pálsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 454600

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband