30.6.2008 | 21:14
Nú er sko komið sumar
Ég skal viðurkenna að það er þó nokkuð síðan ég setti inn fréttir síðast en það hefur verið mikið að gera síðustu vikurnar.
Hitinn hjá okkur hefur verið að skríða í 30 gráður yfir daginn og verð ég að viðurkenna að mér finnst það alls ekkert þægilegt. Pallurinn er næstum tilbúinn og höfum við náð að njóta þess að sitja úti við þegar hitinn hefur ekki verið hvað mestur. Ég er meira að segja búin að fara í buslulaugina mína og notið að sitja úti í sólinni örlitla stund.
Við höfum átt fund með sérfræðingunum okkar til að ákveða hvenær ég fæ magasondu og mun ég fá hana seinnihluta júlí eða í byrjun Ágúst. Við eigum síðan fund með skurðlækninum næsta fimmtudag þar sem hann ætlar að útskýra fyrir okkur aðgerðina en í aðgerðinni verður einnig magaopið mitt minnkað til að koma í veg fyrir bakflæði.
Það verður vonandi gott að fá magasonduna enda ekki gott að vera með nefsondu mjög lengi. Þó svo mamma sé orðin mjög flink við að setja nefsondu í mig, þá er ég um leið orðin miklu flinkari við að taka hana úr mér.
Á næstu dögum mun ég fara í mátun fyrir bæði nýjan bílstól og kerru en kerran mín er orðin of lítil og er ég orðin of stór fyrir maxicosi stólinn. Verður nýi bílstóllin svipaður stólnum mínum heima að því leiti að svampurinn verður formaður um líkamann minn svo að hann haldi vel við bak og höfuð.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl elsku Elva Björg,
Gaman að sjá nýju myndirnar af þér. Þú ert dugleg stelpa og alltaf flottust. Biðjum að heilsa fjölskyldunni.
Kveðja, Vilborg og Kristín Ósk
Vilborg Reynisdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 22:17
Þú ert engin smá skutla, en ég skil vel að þú þolir hitann ekki vel ;)
Ég hlakka mikið til að hitta þig og fólkið þitt um helgina,
kv Stína
Stína (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.