Leita í fréttum mbl.is

Enn á gjörgæslu

Það hefur fundist örlítil sýking í blóðinu.  Samt sem áður sýndi ég góðar framfarir í gær og ekkert að kvarta yfir grímunni, nuddinu, bankinu eða þegar slím er sogið úr mér.  Í fyrrinótt vildi svo til að Sigurlaug læknir var á vakt á gjörgæsludeildinni.  Þar sem vinkonan þekkir mig svo vel og ég hana var ákveðið að mamma og pabbi skyldu vera heima yfir nóttina og reyna að hvílast vel.

Ég náði að sofna vel þó svo að ég væri með allar þessar slöngur og snúrur í mér

Seinnipartinn í dag byrjaði mér aftur að líða illa og kastaði nokkrum sinnum upp.  Súrefnismettun fór niður, hjartsláttur upp og slímmyndun var meiri en vanalega sem ekki hjálpar.  Á sjúkrahúsinu hefur verið reynt að ná góðu jafnvægi á næringargjöf á milli þess að ég er á grímunni og virðist enn þurfa að fínstilla það.  Í kvöld fór mér þó að líða mun betur og gat farið aftur að brosa og rabba við foreldrana.

Sigurlaug var á vakt og á að sjá um mig

Við erum auðvitað með áhyggjur um hvernig fer með magaaðgerðina og eiga mamma og pabbi fund með sérfræðingunum á mánudag þar sem rætt verður um framhaldið.  Þó er ljóst að það er algjörlega nauðsynlegt fyrir mig að fara í aðgerðina sem fyrst, sérstaklega til að minnka magaopið og reyna að koma í veg fyrir bakflæðið.  Á móti kemur að ég verð að vera nokkuð sterk og laus við sýkingar áður en ég fer í aðgerðina til að minnka áhættuna þegar ég verð vakinn aftur.

Pabbi var hjá mér í dag, föstudag.

Þetta getur orðið hálfgerð pattstaða en við erum ákveðin í að hlusta vel á sérfræðingana og við vitum að þeir hlusta og taka tillit til þess sem við segjum.  Þetta er auðvitað allt mjög mikið álag og stressandi og því gott að mamma og pabbi séu svona ung og hress Wink.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband