Leita í fréttum mbl.is

Stefnumót við læknateymi

Í gær átti ég fund með læknateyminu mínu.  Útkoman er nokkuð góð. 

Ákveðið var að ég fengi spelku á hægri höndina en hún hefur verið að snúast full mikið.  Hættan er á að það geti leitt til sársauka seinna meir og því talið betra að prufa hvort ég þoli ekki að vera með spelku á hendinni á næturnar.

Nammi namm...

Í gær kom einnig í ljós að annað augað mitt rennur til annað slagið og virðist sem annað augað sé svokallaður letingi.  Við ætlum svo sem ekki að hafa of miklar áhyggjur af því í augnablikinu og ætlum að skoða það aftur í desember.

IMG 3469

Síðustu dagar hafa bara verið nokkuð góðir enda hef ég sýnt meiri kátínu en í langan tíma.   Á miðvikudag átti Edda Kristín 11 ára afmæli og fékk ég sleikjó í tilefni dagsins og þótti mér það alveg frábært.  Hver veit nema ég fái meira nammi í kvöld í tilefni hrekjuvökunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ litla pæjan mín!

Það eru bara endalaus afmæli og veisluhöld hjá þér!! Ég skil vel að þér finnist gaman af því, verst að geta ekki mætt líka,- allavega í Eddu afmæli. Þú verður bara að skila kveðjum og risa knúsi til hennar frá mér :D Það verður hinsvegar smá sárabót fyrir mig að fá mömmu þína í heimsókn, það er búið að skipuleggja rosalega fínan leikdag fyrir okkur ;)

Mínar bestu kveðjur til þín litla ljúfa XOXOXO

Stína (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:55

2 identicon

Namminamm hvað sleikjóinn hefur verið góður  

Vala, þú bara hringir í okkur, láttu okkur vita hvenær þú kemst til okkar, það verður gaman að fá þig.

Verst að geta ekki hitt litlu skvísuna líka en það bíður betri tíma.

Knús á ykkur öll í Lux,

kveðja, Aldís, Ragnar Emil og co.

Aldís (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um mig

Elva Björg Egilsdóttir
Elva Björg Egilsdóttir

fæddist í Luxembourg 30. Nóvember 2007.  Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn.  Elva Björg lést í Luxembourg 9. Janúar 2010.

Elva Björg Foundation:

Account:  0313-13-300192

KT: 301107-3660

IBAN IS44 0313 1330 0192 3011 0736 60

 

SWIFT: ESJAISRE

 

Reikningur í Luxembourg: í Dexia Banka

v.Reynisson"ref.Elva Björg"

IBAN LU66 0021 1933 1189 2800

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband