7.11.2008 | 21:52
Ein heima með strákunum
Heilsan mín er búin að vera nokkuð stöðug síðustu vikuna. Ekki betri, ekki verri.
Ég er svo sem búin að eiga mína góðu daga en svo koma líka dagar sem ég er ekki uppá mitt besta. Mettun og púls er yfirleitt í lagi, engin alvarlegur hiti en svo koma líka dagar sem ég á til að falla í mettun, vera með háan púls eða fá örlítinn hita. Svo á ég líka daga sem allt virðist vera í besta lagi (allar tölur) en líður samt ekkert vel. Svoleiðis dagur var t.d. í dag.
Um helgina er ég ein heima með pabba og Daníel. Mamma fór í stutta hvíldarferð til Íslands og Edda Kristín er í Sviss yfir helgina að taka þátt í Evrópukeppni í stærðfræði grunnskóla. Ég ætla að reyna að ná að fara í göngutúr um helgina með strákunum. Ég held að ég hefði mjög gott af því enda haustið enn í sínum bestu litum.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ litla sæta stelpa.
Þú lætur nú strákanna stjana við þig um helgina! Gott að mamma gat komist aðeins í húsmæðraorlof til Iceland Niceland.
Mikið er ég stolt af Eddu Kristínu að vera í Sviss og taka þátt í Evrópumóti í stærðfræði, alvöru stelpa hún systir þín!
Vonandi að þú komist í haustlita-göngutúr um helgina.
Vildi að ég væri með ykkur.
Ást og kossar
GuA
Guðný Anna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 04:22
Sæl Elva litla.
Hér erum við á Kanarí við Palli og Amma Dídi og Reynir Afi.
Við vorum að borða saman á hótelinu okkar H10.
Við hugsum öll sterkt til þín og þinna. Guð veri með þér.
Innileg kveðja.
Margrét Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.