3.12.2008 | 12:11
Meiriháttar framför og nær búin að fá fyrri styrk
Þegar mamma og pabbi komu til mín í gær var búið að taka úr mér öndunarrörið og sat ég uppi og söng og talaði við Hemma frænda og Bryndísi sem voru hjá mér. Það var því dálítið erfitt fyrir þau að ímynda sér að ég hafi verið flutt með hraði á sjúkrahúsið átta tímum áður.
Pabbi var hjá mér í nótt. Nóttin var mjög góð og svaf ég vært með BiPAPið. Í morgun fékk ég örlítið fall þegar ég var þvegin og skipt var á rúminu mínu en það kom svo sem ekki mikið á óvart því ég má ekki við miklum hreyfingum og ekki má halda á mér lengi án þess að ég byrja að erfiða.
Lungað virðist vera komið vel upp aftur en röntgen í dag um staðfesta það. Þá eru allar blóðprufur góðar og virðist allt "sjokk" frá gærdeginum vera farið úr blóðinu. Ef allt gengur svona vel í dag og næstu nótt, þá má jafnvel búast við að ég fái að fara aftur heim á morgun.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábærar fréttir, gangi ykkur vel
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:43
Gott að heyra, Gangi ykkur vel, þið eruð alltaf í huga mér..
Sigga Kristín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 16:20
Frábærar fréttir, vá hvað þú ert dugleg elsku snúlla. Fékk sjokk þegar ég las fyrri færslu en yndislegt að þú ert á batavegi. Ótrúlegt að þú lendir í svona veseni stuttu eftir að Ragnar Emil lenti í þessu. Hugsum til ykkur elsku fjölskylda, gangi ykkur rosalega vel. Vonandi komist þið heim sem fyrst.
Knús og baráttukveðjur, Aldís og fjölskylda.
Aldís og Halli (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:02
Sko þig!
Salóme Mist (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.