5.11.2009 | 15:03
Óþolandi pattstaða - Hjúkrunarfræðingur óskast tímabundið í fullt starf
Svo virðist sem ég sé búin að ná ákveðnu jafnvægi. Mettun og púls eru að haldast stöðug en ég get því miður ekki verið án grímunnar í meira en örfáar sekúndur án þess að falla í mettun. Það er auðvitað að gera mér mjög erfitt fyrir því að það þarf oft örlítið meiri tíma til að hreinsa nefið af slími.
Við viljum trúa því að ég nái aftur nógu miklum styrk til að koma fljótt aftur heim enda eru læknar sammála því að best sé fyrir mig að vera heima . Hvað það varðar erum við því miður í ákveðinni pattstöðu, en eins og staðan mín er í dag þá get ég ekki farið heim nema við getum fengið aukna heimahjúkrun.
Nú er svo komið að ekki er annað hægt en að vera yfir mér öllum stundum. Ekki má fara frá mér í hina minnstu stund og í sjálfum sér verður einhver að vera vakandi hjá mér öllum stundum. Fyrir utan hjúkrunarfræðinga, þá eru mamma og pabbi þau einu sem geta veit mér þá umönnun sem ég nú þarf. Það eru nú samt takmörk fyrir því hvað hver einstaklingur getur og því finnst okkur ekkert að því að okkur verði ætluð meiri heimahjúkrun en 12 tímum á viku enda eru 12 tímar langt frá því að vera nægilegt. Við ætlum því að reyna að sjá hvort að við getum tímabundið ráðið hjúkrunarfræðing beint til okkar eða þar til kerfið hefur tekið við sér og leiðrétt þetta ástand.
Það er engu foreldri erfiðara en að sjá barnið sitt versna svona eins ég ég hef gert síðustu daga. Mamma og pabbi geta samt ekki sætt sig við að einhver segi að nú sé komin sá tímapunktur í mínu lífi að við taki hrein líknarumönnun heima við. Það er bara eitthvað sem ekkert foreldri getur auðveldlega sætt sig við.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi ferð þú að verða hressari og að hjúkkumálin fari að leysast.
Baráttukveðjur frá klakanum.
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 15:38
Ef þið hjónin viljið skoða óhefðbundna aðstoð þá skal ég senda eða heimsækja hana.
með kveðju
Þór Gunnlaugsson
heilunarmiðill
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 16:21
Mikið er ég sammála þessu. Það er hrikalega lítið að bjóða ykkur upp á heimahjúkrun í 12 tíma á viku. Einhvern veginn finnst mér svo sjálfsagt að það sé endurmetið reglulega. En hver hefur sagt að það sé auðvelt að eiga við kerfið?
Elsku Vala mín og Egill, nei það getur ekki verið neitt erfiðara en að horfa á barnið sitt hraka svona skyndilega. Nógu erfitt hlýtur að vera að eiga svona veikt barn. Hugsa til ykkar og Elvu Bjargar og velti fyrir mér hvað er hægt að gera í pattstöðunni.
Love frá Svíþjóð
Ella.
Ella (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:58
Ég er bara orðlaus maður veit ekki hvað maður getur sagt eða gert til að veita fólki í ykkar stöðu styrk.
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.