Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
3.11.2009 | 10:32
Framfarir síðasta sólarhring
Ég er búin að sýna miklar framfarir síðasta sólarhringinn. Í morgun voru nær allar tölur orðnar nokkuð góðar og stöðugar. Ég sýni samt enn sársauka þegar verið er að snúa mér eða færa mig til og er það mikið áhyggjuefni.
Í dag ætlum við að reyna að sjá hvernig mér vegnar án auka súrefnis í gegnum BiPAP tækið því að við verðum að reyna að halda í þann kraft sem enn er til staðar og reyna að byggja hann upp enn frekar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.11.2009 | 09:22
Hrakaði mikið fyrir helgi og flutt á sjúkrahús í skyndi
Á föstudag var hugmyndin að ég færi á Kanner Klinik í hvíldarinnlögn. Klukkutíma áður en mamma ætlaði með mig þangað byrjaði mér að hraka mikið. Svo mikið að ekki var um annað að ræða en að hringja á sjúkrabíl og flytja mig í skyndi þangað.
Það skal bara viðurkennast að líðan mín seinni hluta föstudags og í gær var mjög slæm. Ég svaf mikið og þegar ég var vakandi var ég mjög fjarlæg. Búin að fá nokkur slæm mettunarföll og púlsinn ofboðslega hár bæði í vöku og svefni. Þá hef ég verið að kasta mikið upp um helgina.
Ekki hefur fundist nein sýking í blóði en röntgen myndir sýna að hluta af lungum eru ekki að starfa eðlilega. Þá eru beinin mín orðin mjög þunn og skökk, sérstaklega rifbeinin.
Síðasta nótt var mun betri. Púlsinn hefur náð að lækka og mettun hefur einnig náða að haldast yfir hættumörkum. Ég er nú samt með auka súrefni í gegnum BiPab tækið mitt og ekki talið rétt að það verði minnkað að svo komnu máli.
Pabbi er búin að vera að vinna í pílagrímaflugi í Afríku en kom í skyndi til baka um helgina og er búin að vera meira og minna hjá mér síðan. Mamma ætlar síðan að vera hjá mér yfir daginn eining á milli þess sem hún sinnir eldri systkinum mínum sem eru í skólafríi þessa vikuna.
Síðustu dagar hafa sýnt mikið bakslag í líðan eftir að ég hef verið stöðug síðustu mánuði. Ég hef nú samt sýnt áður að ég hef getað náð mér upp úr álíka stöðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar