Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 22:01
Ferðaðist um í sjúkrabílum í dag
Það fór ekki svo að dagurinn yrði án vandamála. Rétt fyrir hádegi hætti magahnappurinn að virka og því var ekki hægt að koma í mig næringu. Pabbi reyndi allt sem hann gat til að reyna að fá hann til að virka en ekkert gekk. Hjúkrunarfræðingurinn sem kom til mín í dag gat ekki heldur reddað hnappnum og því var ekkert annað að gera en að fara niður á sjúkrahús og fá nýja hnapp.
Að skipta um hnapp er í flestum tilfellum minniháttar aðgerð en þar sem ég hafði verið með magavírusinn fyrr í vikunni þótti ráðlegt að hafa allan varann á og gera þetta undir ströngu eftirliti. Ég fór því fram og til baka á sjúkrahúsið í dag í sjúkrabílum, aðeins til að setja nýjan hnapp í mig sem tók örfáar mínútur.
Eigum við ekki að vona að nú sé komið nóg af heimsóknum mínum á sjúkrahúsið í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2009 | 21:30
Komin aftur heim af sjúkrahúsinu
Ég var var útskrifuð af sjúkrahúsinu í kvöld og er komin aftur heim með pabba. Pabbi treysti sér ekki að flytja mig einn af sjúkrahúsinu svo að hann bað um sjúkrabíl fyrir mig aftur heim. Auðvitað fór mjög vel um mig á sjúkrahúsinu en það er best að vera heima og um leið og ég var komin á börurnar og í bílinn söng ég talaði hástöfum, enda spennt að fara heim.
Ég er enn með nokkuð mikla kviðaverki og finnst mjög sárt ef verið er að hreyfa mig mikið til. Mér finnst til dæmis erfitt og sárt þegar einföld bleyjuskipti eiga sér stað.
Eiríkur frændi fór heim í dag. Hann er búin að vera ofboðslega hjálplegur og góður við mig og vil ég þakka honum innilega fyrir hjálpina síðustu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 20:33
Mun betri líðan
Líðan mín hefur breyst mikið til hins betra síðasta sólarhring. Í dag fékk ég næringu í gegnum magasonduna og virðist sem maginn minn sé orðin nokkuð góður.
Ég er öll mun hressari og hef verið að syngja með söngvaborginni í sjónvarpinu mín. Líklega verð ég þó á sjúkrahúsinu í nokkra daga í viðbót en ef ekkert óvænt kemur upp þá ætti ég að komast aftur heim um næstu helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 22:42
Komin enn og aftur á gjörgæsludeildina
Þegar líða fór á morguninn fór líðan mín að versna enn frekar. Var með háan púls og mettunin var bara rétt að hanga yfir hættumörkum, þó svo að ég væri á grímunni. Pabbi og Eiríkur frændi reyndu allt sem þeir gátu að ná mettuninni upp en ekkert virtist ganga. Þá var líka byrjað að myndast örlítil blóðmyndun með vökvanum sem kom úr magasondunni.
Rétt fyrir níu í morgun var ekki annað í stöðunni en að ýta á hnappinn og biðja um neyðarbíl og lækni og í framhaldinu var ég flutt með hraði á sjúkrahúsið. Ég er því enn og aftur komin á Kanner Klinik.
Lungnamyndir og útöndunarmælingar eru góðar og líðan mín í kvöld er mun betri. Það hefur þó komið í ljós að ég er með slæman magavírus og verður að vinna á honum fljótt og vel. Ég er núna með næringu í æð, líður þokkalega vel og vonandi verður hægt að koma á næringargjöf í gegnum magahnappinn fljótlega aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.2.2009 | 05:18
Ógleði og uppköst
Seinnipartinn í gær fór mér að líða illa. Mettunin var að falla snökt og byrjaði að verða nokkuð föl. Um kvöldmatarleitið kastaði ég síðan upp en það var að mestu slím.
Þegar magahnappurinn var opnaður rann úr maganum gallblandaður vökvi og byrjaði ég í framhaldinum að líða örlítið betur. Eftir að ég hafði verið þrifin mjög vel og öndunarvegurinn hreinsaður náði ég loks að sofna enda algjörlega uppgefin eftir þessi átök.
Það er auðvitað mjög erfitt að átta sig á hvað þetta er en líklega er ég komin með slæma magakveisu. Við vorum auðvitað í sambandi við lækninn minn í gærkvöldi og ætlar hún að koma að líta á mig á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2009 | 01:52
Eiríkur frændi ætlar að vera hjá mér í viku
Stóru systkini mín eru í skólafríi þessa vikuna og mamma og afi Örn fóru með þeim á örlítið skíðafrí. Ég verð heima með pabba og til að aðstoða við umönnun mína, þá ætlar Eiríkur frændi að vera hjá okkur.
Við Eiríkur frændi erum að ná alveg ótrúlega vel saman. Hann sá strax hvaða líkamsæfingar mér finnast góðar og hvaða leikföng mér finnst skemmtileg. Þá er hann rosalega klár í að hjálpa mér að losna við slímtappa úr hálsinum eða að hreinsa nefið mitt. Ég veit að frændi og frænka, Geiri og Vallý á Freyjuvöllunum sakna pabba síns mikið en ég veit að þau skilja vel að mér finnst ofboðslega vænt um að fá að hafa hann hjá mér í nokkra daga. Ég sendi þeim því mína kossa og mitt faðmlag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 20:44
Ég elska að fá örlítið nammi
Þar sem ég fæ alla næringu í gegnum magahnappinn minn þá hef ég ekki fengið að bragða mikið síðustu mánuði. Ég hef þó fengið að smakka nammi annað slagið en vandamálið er að ég get ekki sleikt eða sogið og því hefur ekki verið auðvelt að leyfa mér að prófa að bragða á einhverju.
Um daginn kom stóra systir heim með lítinn brúsa með sælgætis-sprayi og vildi endilega fá að sjá hvort að mér þætti það gott. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það frábært. Núna fæ ég annað slagið örlítið sælgæti með kóla eða jarðaberja bragði og ljóma ég hreinlega upp um leið og ég veit að ég er að fá smá nammi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 21:11
Mjög slæm mettunarföll
Síðan ég kom heim úr hvíldarinnlögninni hafa flestir dagar bara verið nokkuð þokkalegir. Ég er þó búin að vera að fá hita annað slagið því að svo virðist sem ég er með einhverja bakteríu og þarf því að fara á fúkkalyf enn og aftur.
Þessi pest getur verið mér erfið því að slímmyndun verður enn meiri og nóg er nú samt. Því hefur þurft að hreinsa öndunarveginn mjög vel og oft því annars er ég ekki að halda mettun, ekki einu sinni með öndunarhjálp.
Í morgun átti ég til að mynda mjög slæm öndunarföll. Tvisvar varð snökt fall á mettun langt niður fyrir hættumörk og í annað skiptið svo slæmt að hörund varð bláleitt. Stutt var í að ég þyrfti súrefnisgjöf og að ýtt yrði á neyðarhnappinn, en pabbi náði þó að hreinsa öndunarveginn og náði ég mér nokkuð fljótt í kjölfarið.
Ég er líka búin að eiga góða tíma og líka sýnt mitt besta, notið þess að fá heimsóknir eða horfa á mitt uppáhalds sjónvarpsefni. Á laugardagskvöldið fóru mamma og pabbi á þorrablót. Það er auðvitað ekki hlaupið að því að fá pössun fyrir mig ef þau vilja fara út en hver önnur en sjálf barnalæknirinn minn, hún Sigurlaug bauðst til að vera hjá mér á meðan þau færu á ballið. Ekki amalegt að fá sjálfan læknirinn til að annast mig á meðan mamma og pabbi fara út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.2.2009 | 09:30
Komin aftur heim
Í gær kom ég aftur heim eftir góða viku á sjúkrahúsinu. Náði að slappa vel af og veit að foreldrar og systkini gerðu það einnig.
Ég er búin að vera með örlítinn hita undanfarið og það er ó venju mikil slímmyndun í öndunarveginum og því er mikilvægara en oft áður að fylgjast vel með mettuninni því að hún á til að falla skart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2009 | 08:58
Í góðri ummönnun á Kanner Klinik
Ég er búin að vera tvær nætur á bráðadeildinni á Kanner Klinik en það er barnasjúkrahúsið í Luxembourg. Þar er ég í góðri umönnun og er bara nokkuð sátt.
Ég á til að setja upp skeifu þegar hjúkrunarfræðingarnir koma inn því að ég veit að oft þarf þá að gera eitthvað við mig sem mér finnst ekki þægilegt, eins og að hreinsa öndunarveginn eða að stinga mig vegna blóðprufu. Allir eru þá búnir að átta sig á að það er hægt að ná fram brosi hjá mér með að setja uppáhalds sjónvarpsefnið mitt í spilarann. Þá er ég sko ánægð.
Stuttu eftir að ég fór á Kanner Klinik hætti spilarinn minn að virka og sama hvað pabbi reyndi að gera. Hann vildi bara ekki virka. Því var ekkert annað í stöðunni en að fara í næstu búð og kaupa nýjan ferðaspilara handa mér því ekki get ég verið án þess að horfa á Söngvaborg.
Bloggar | Breytt 11.2.2009 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2014
- Nóvember 2012
- Nóvember 2011
- Nóvember 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar